STUÐMENN OG GRÝLURNAR – ASTRALTERTA: MEÐ ALLT Á HREINU AFMÆLISÚTGÁFA (2012) 10 stjörnur

Ein af vinsælustu plötu Íslandssögunnar, tónlistin úr kvikmyndinni Með allt á hreinu er hér komin í hreinsaðri útgáfu og endurhljóðblandaðri.

Það er sjaldgæft að að það sé til aukefni á heila plötu en “afgangar í myndinni” fylla heila aukaplötu, bæði lög sem eru í myndinni eins og Valur og jarðaberjamaukið hans með Grýlunum, Æði eftir Egil, Valgeir og Jakob, Dúddi rádd’ okkur heilt, lag eftir Sigga Bjóla við texta Egils og Valgeirs,  Svaraðu í símann Frímann og Hjalti hörkutól, bæði eftir eftir Jakob Frímann, og annað eðalefni sem gaman er að bæta í safnið. Og í textabókinni eru frábærar athugasemdir við öll lögin, líka lögin af upphaflegu plötunni.

Aðalplatan var/er ekkert slor. Með allt á hreinu var í 15. sæti í 100 bestu plötur Íslandssögunnar 2009.  Það þekkja flestir Íslenska karlmenn, Ekkert mál, Úti í Eyjum, Haustið 75, Sigurjón digri, Taktu til við að tvista, Ástardúettinn og auðvitað Slá í gegn. Það er ekki skrýtið að það hafi verið afgangar af svona plötu.

Og sem bónus er sjálf myndin, Með allt á hreinu í pakkanum í fyrstu 2000 eintökunum.

15. besta plata Íslands verður enn betri í glæslegri viðhafnarútgáfu.

Auðvitað 10 stjörnu gripur.

This entry was posted in Myndbönd, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *