ÁVAXTAKARFAN (2012) 6 stjörnur

Já sæl, þriðja útgáfan af Ávaxtakörfunni!

Ég man þegar Ávaxtakarfan kom út fyrst 1998 samkvæmt tónlist.is (hélt það hefði verið fyrr), að þó að henni væri ágætlega tekið fannst mér einhvern veginn að hún myndi nú ekki lifa lengi.

Aðal söngvarar á fyrstu plötunni voru Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson (bróðir Egils, mynnir mig).

Á útgáfunni 2005 kom Lára Stefánsdóttir í stað Andreu, Selma var áfram og Jónsi Í Svörtum fötum í stað Hinriks og Birgitta Haukdal bættist við.

Í ár er Ólöf Jara Skagfjörð í aðalhlutverki og syngur hlutverk Maju jarðarbers bara mjög vel. Matti Matt Papi með meiru tekur við af Jónsa sem Immi, Ágústa Eva Erlendsdóttir sem Eva appelsína, Birgitta Haukdal sem Gedda gulrót, Helga Braga Jónsdóttir sem Rauða eplið og Magnús Jónsson sem Guffi banani spila líka öll stóra rullu.

Þetta er eflaust besta útgáfan, enda klassa lið söngvara. Lög Þorvaldar Bjarna við texta Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur eru í jákvæðum anda, en snerta samt á vandamálum eins og einelti.

Þessi útgafa er í raun í þremur útgáfum: Músíkin sungin, síðan er músíkin bara spiluð fyrir krakkana að syngja sjálf og loks sér mynddiskur með lögunum.

Lögin er ágæt og flutningurinn góður og boðskapurinn líka sem skiptir miklu máli.

6 af 10 stjörnum.

This entry was posted in Myndbönd, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *