MEGAS & SENUÞJÓFARNIR – SEGÐU EKKI FRÁ (MEÐ LÍFSMARKI)(2009)

MegasHið velheppnaða samstarf Megasar og Senuþjófanna hefur skilað þremur stúdíóplötum og nú tvöfaldri hljómleikaplötu.

„Segðu ekki frá“ er ein heilsteyptasta hljómleikaplata sem komið hefur út hérlendis og hljómar eins og um einn vel stemmdan konsert væri að ræða en ekki safn af nokkrum hljómleikum.

Megas syngur mjög „vel“ og skýrt á þessari plötur og hægt að heyra hvert orð út alla plötuna! Senuþjófarnir koma allir úr Hjálmum nema Guðmundur Pétursson, gítarleikari sem fer á kostum.

Lögin eru frá öllum ferlinum þó að fjöldi laga frá fyrstu árunum ferilsins sé mestur. Þarna eru t.d. lög eins og „Sút fló í brjóstið inn“, „Ragnheiður biskupsdóttir“, „Vertu mér samferða inn í draumalandið amma“, „Ég á mig sjálf“, „Napóleon Beck“, „Orfeus og Evridís“ og „Spáðu í mig“. Og svo eru lögin  „Lóa Lóa“, „Reykjavíkurnætur“, „Álafossúlpan“ og „Tvær stjörnur“. Senuþjófarnir skreyta þessi lög öll frábærlega með góðu og smekklegu spili.

Eldri lögin hafa flest fengið upplyftingu og Megas er enn að endursemja suma textana þó þeir hafi verði góðir fyrir.

Niðurstaða

„Segðu ekki frá“ er ein besta hljómleikaplata sem ég hef heyrt lengi, lögin sem eru frábærlega valin njóta sín í frábærum flutningi Megasar og Senuþjófanna.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *