LÁRA RÚNARS – MOMENT (2012) 7 stjörnur

Auðvitað tekur maður annarar kynslóðar músíkíköntum með smá fyrirvara. Poppararnir sem voru  vinsælir frá 1970 til 1990 eiga margir orðið börn sem eru fullorðin og eins og í íþróttum, bændastétt, læknastétt og lögfræðistétt feta sum börnin í fótspor foreldranna, og oft má heyra arflegðina í músíkinni, áhrifin af tónilistinni sem þau heyrðu í frumbernsku.

Börn Bítlanna, Bob Dylan, Rolling Stones, Leonard Cohen og fleiri hafa gert ágæta tónlist en líða oftast fyrir samanburðinn.

Lára Rúnars er dóttir hins snjalla gítarleikara og lagasmiðs Rúnars Þórissonar, sem er þekktastur fyrir plötur sínar með Grafík.

Moment er 4ða plata Lára. Síðasta plata hennar kom út 2009, Surprise og vakti nokkra athygli, en sú nýja er skrefinu framar í lagasmíðum, flutningi og öryggi.

Hún er á gera fjölbreytta og ágætlega framsækna tónlist. Lagið Beast ber reyndar af, en við meiri hlustun bætast lögin My Heart Don’t Speak Your Language, She, Breathing, I Wanna Know og Overrrated.

Í fréttatilkynningunni er talað um áhrif frá PJ Harvey og John Grant, sem hljómar vel, en David Bowie og Kate Bush komu líka upp í hugann.

Fín plata sem auðvelt er að mæla með.

7 af 10 stjörnum

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *