FRIÐRIK KARLSSON – SNERTING (2012) 2 stjörnur

Friðrik er gítarmeistari engin spurning. Tónlistin er svo sannarlega í slökunar stíl, en undirhljómborðsbergmálið fékk mig til að nísta tönnum! Þetta er ákkúrat eitthvað til að auka spennu! Ég er að tala um lagið Snertingu sem ég gat bara alls ekki hlustað á í 16 mínútur.

Kærleikur er seiðandi nýaldarpopp í 13 mínútur, en sama sagan hvaða endalausa hljómborðssuð er þetta á meðan gítarinn og píanóið hefðu skilað róandi slökuninni og vellíðaninni.

Ég er kannski ekki nógu trúaður á Feng Shui og allt það mumbo jumbo, en ber þó virðingu fyrir áhuga og trú annarra á það og alveg tilbúinn að hlusta á málstaðinn, ef það kæmi upp.

Von, 3ja lagið er með minna auka suði og mun rórra fyrir bragðið. Lokalagið Kristall hefði mátt vera spilað á gítar og kristalla í staðinn fyrir þetta bergmálshljómborð.

Friðrik er snillingur á gítar, en þetta bölvaðs hljómborðssuð fer alveg með mig. Sorrí!

2 af 10 stjörnum fyrir flottan gítar, sem ég gat ekki einbeitt mér af. Arrrg.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *