FRIÐRIK DÓR – VÉLRÆNN (2012) 4 stjörnur

Tónlist Friðrik Dórs er hvítþvegin Electronic drengjabandatónlist. En hvað með það?

Og fyrsta lagið … djöfull ertu guðdómleg…. hljómar skelfilega barnalegt og klisjukennt, og kreistir varla fram bros. Kannski hef ég litið á konur sem jafningja og talið virðingu gagnvart þeim byggjast á því og minni tíð vildu konur borga fyrir sig sjálfar, en það var kannski bara minn misskilningur.

Reyndar er þessi mórall ekki áberandi í öðrum lögum plötunnar.

Friðrik Dór er dálítið að feta í fótspor Páls Óskars á þessari plötu, mikið diskó, dálítið demósánd, svona óklárað, þ.e.a.s. gervihljóð (electronic), sem er út af fyrir sig er allt í lagi. Ég sagði það sama um fyrstu plötu Bjarkar á sínum tíma. Friðrik Dór er ágætis lagasmiður  og hefur þetta sánd boysbandanna, sem út af fyrir sig er bara ágætt. En lögin festast samt ekki í undirmeðvitundinni þó að ég hafa hlustað nokkrum sinnum.

Friðrik Dór sló fyrst í gegn haustið 2009 með laginu Hlið við hlið. Það naut mikilla vinsælda  og fyrir jólin 2010 kom fyrsta breiðskífa hans, Allt sem þú átt.

Sjö laganna þeirra eru unnin með Ólafi Arnalds og sex með StopWaitGo.

Fyrsta lagið af nýju plötunni sem fór í spilun var Al Thani en það naut mikilla vinsælda í sumar og Guðdómleg, er nú farið að heyrast á öldum ljósvakans.

En hann truflar mig ekki og gæti alveg glatt mig síðar meir, en í dag …. þá er hann ungur og ætti að heilla ungar stúlkur og gefa ungum strákum von 🙂

Og hann virðist miklu alvörugefnari en stóri bróðir.

Besta lagið: Get Far

Gott umslag.

4 af 10 stjörnum

p.s. ég hefði kannski átt að afastelpuna mína til að dæma þessa plötu 🙂

Mér skilst að hún sé hrifin.

pps frá Jens KR

  • Jens Gud Til gamans má geta að pabbi Friðriks Dórs, Jón Rúnar Halldórsson, var í þungarokkshljómsveitinni Frostmarki á fyrri hluta áttunda áratugarins (söngvari). Þar var meðal annarra trommusnillingurinn Viðar Júlí Ingólfsson , pabbi Andra Freys og Birkis Fjalars (trommuleikara Hellvars, Stjörnukisa, Bisundar, Celestine… og söngvari I Adapt). Guðfaðir Frostmarks var gítarsnillingurinn Vilhjalmur Gudjonsson . Bara svo fárra sé getið.
    Jens Gud Til frekari fróðleiks þá var Andri Freyr gítarleikari Botnleðju, Bisundar og Fidels.
This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *