EGILL ÓLAFSSON – VETUR (2012) 8 stjörnur

Vetur er metnaðarfullt verk. Vetur er að mörgu leyti ólík fyrri plötum Egils, eins eða með öðrum að því leyti að hún er öll á lágu nótunum og Egill er ekki að ofnota mikla rödd sína, tónlistin ræður för ekki hvað hann getur.

Egill á sjálfur meginhluta laganna og alla textana nema kvæði Jóns Arasonar, Hvar finnur vin sinn? Lögin hans eru fimm öll klassísk Egilslög, Vetur og Batnandi mjög góð og textarnir vel samdir, ljóðrænir og myndrænir.

Lögin fjögur sem eru eftir félaga hans úr Vesalingunum finnann Matti Kallio eru í enn þjóðlegri stíl með lykilhörpu og bogastrokinni lýru, fiðlu, harmónikku og flautum, mandóselló, mandólu og mandólíni. Lögin Að dreyma og Hafið heilla mig að lögum þeirra, en Egill semur textana.

Tíunda lagið er eftir Sara Bareiles og heitir Eitt stundarbil með íslenskum texta Egils, all sérstakt og grípandi lag.

Heillandi og seiðandi og vönduð plata sem í raun sýnir okkur nýja hlið á Agli.

8 af 10 stjörnum

N.B. Þetta er eitt lang smekklegasta plötuumslag í seinni tíð. Smekkleg vönduð stemmningsmynd á framhliðinni með nafni flyjandans á réttum stað. Harmonikkubókin er látlaus og smekkleg, textar og upplýsingar skýrt fram sett með upllýsingum og lofti.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *