Plötujólin 2009 íslenskar plötur

Hápunktur áranna minna í Plötubúðinni og Virgin Megastore voru jólin.

Innkaupin, fjöldi kaupenda, margföld sala, fá alla vini og vandamenn í heimsókn, og að fá að hjálpa fólki og ráðleggja um val á tónlist.

Aðal sölutími hljómplatna er á morgun, Þorláksmessu.

Platan er handhæg gjöf sem getur veitt síendurtekna gleði.

Og hvað er í boði í ár?

Líklega er lang mest gefið af íslenskum plötum í jólagjafir síðustu árin.

Eflaust hjálpa auglýsingar auk umtals og spilunar í ljósvökum. Og auðvitað selja þekkt nöfn alltaf vel, ef síðasta plata var góð. Orðsporið er mikilvægt.

Við leitum fyrst og fremst af plötu fyrir unglinga, ungt fólk og fyrir tónlistaráhugafólk.

Öllum þessum er ágætlega sinnt.

Ef ég ætti að velja íslenska plötur fyrir unglinga þá er úr nokkrum efnilegum nýjum hljómsveitum að velja.

Hjaltalín hefur verið mikið umtöluð og lofuð, dálítið svona nördamont rokk, en stendur samt alveg undir lofinu. Dikta á vinsælasta lagið þessa dagana og er dugleg að spila, sama má segja um Our Lives, sem áttu feikivinsælt og gott lag á vinsældalistum í sumar. Ég mundi líka fúslega mæla með gæðapoppi Feldbergs hvenær sem er. Tónlistaráhugamönnum í yngri kantinum myndi líka benda á þessar plötur.

Síðan er það fólkið og sem fylgjast vel með.

Lay Low gaf út skemtilega plötu/DVD sem tekin var upp út í náttúrunni í Flatey, platan hennar Hafdísar Huldar er uppáháldsplatan mín íslenska þetta árið, Hjálmar gerðu fágaða og góða plötu, og ég mæli líka með Ellen Kristjáns.

Af eldri músíköntum rís plata/DVD Gunnars Þórðarsonar hæst, tekin upp á hljómleikum í Borgarleikhúsinu, Egó gerðu líka ágæta plötu og á hún að fara í skóinn hjá öllum Bubba aðdáendum. Megas og Senuþjófarnir gerðu líka heldur betur góða hljómleikaplötu og Jóhann G kom loksins með nýja plötu sem er alveg ágæt. 5ta plata múm er líka góð og plata Baggalút með ljóðum Káins vinnur á.

Box sett og söfn. Þar rís ekkert sérstaklega upp úr en söfn Todmobile, Ragga Bjarna og Savanna Tríósins eru allt vandaðar útgáfur sem góðar gjafir fyrir mismunandi hópa þó.

Af jólaplötum finnst mér Ríó Tríóið bera af, en Jólagestir Björgvins verða eflaust vinsælastir þar sem þar eru hljómleikarnir frá 2008 bæði á CD og DVD. Aðrar jólaplötur eins Manstu gamla daga og barnaplata Ég hlakka svo til eru ágætar safnplötur með eldri jólum.

Safnplötur sem standa upp úr sem jólagjafir held ég að verði Pottþétt 51, nýjast Pottþéttplatan, gott ef Pottþétt serían er ekki orðin betri en ensku og amerísku Now seríurnar. Aðdáendur FM 957 fá svo Pottþétt FM 957 er það ekki?

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *