MINNINGARTÓNLEIKAR UM ELLY VILHJÁLMS (2012) CD/DVD 6 stjörnur

Haldnir voru minningartónleikar um Elly Vilhjálms í Laugardalshöllinni fyrir tveimur mánuðum síðan. Á sama tíma kom út bók eftir Margréti Blöndal um söngkonuna okkar ástsælu.Margrét er reyndar kynnir á DVD útgáfunni.

Tónleikarnir voru teknir upp og hafa verið gefnir út á einföldum CD og DVD í einum pakka og 24 lög á CD disknum en 33 á DVD disknum.

Ég hef aldrei verið upprifinn af svona minningar/ábreiðu/tileinkunar hljómleikum, hljómsveitum þó auðvitað séu undantekningar á.

Ég var ekkert spenntur fyrir þessu framtaki og forðast meira að segja að lesa bækur um tónlistarmenn. Eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum á diskinn og horft einu sinni á myndbandið skal ég viðurkenna að það eru ljósir punktar og sumir söngvararnir standa sig betur en aðrir en allir standa þeir sig auðvitað vel, þetta eru fagmenn fram í fingurgóma.

En það eru þessar “natural” söngkonur sem hrifu mig, Guðrún Gunnarsdóttir, sem gefur mikið í lögin, Sigga Beinteins og Lay Low, fyrst og fremst og auðvitað á Eivör sín móment og Ragga líka.

Af körlunum ber Stefán Hilmarsson af, enda sá sem fer svo auðveldlega í skó Vilhjálms Vilhjálmssonar.

Guðrún veitir lögunum Ó af það sé hann (It Must Be Him), Heyr mína bæn og Minningum líf og sál, Sigga skín í Ég vil fara upp í sveit og Everybody Loves A Lover sem hún syngur með Ragga Bjarna og Lay Low gefur Litlu stúlkunni við hliðið nýtt líf. Eivör og Ragga fara vel með Wheel Of Fortune og Ellen Kristjáns og Stefán Hilmars fara vel með Við eigum samleið.

Myndbandið gefur reyndar allt annað af sér, manni finnst sumt vera betra “í beinni” og sum laganna sem eru þar hefðu mátt vera á disknum í skiptum fyrir ónefnd lög.

Þetta eru allt falleg lög, en þetta er hluti af “gömlu” íslensku revíu músíkinni sem sjaldan hefur átt upp á pallborðið hjá mér eftir að hafa verið kæfður af þessari músík af Ríkisisútvarpinu þegar ég vildi heyra The Beatles, Stones og Kinks.

6 stjörnur af 10 fyrir fagmannlega músíkanta: góða söngvara og perfect spilamennsku nótu fyrir nótu.

 

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *