HJALTALÍN – ENTER 4 (2012) 8 stjörnur

Enter 4 er ný plata frá Hjaltalín, einni vinsælustu hljómsveit Íslands á undanförnum árum. Það var ekki mikið búið að láta vita af plötunni áður en hún kom út og rak marga í rogastans.

Reyndar gæti þetta komið þeim illa, því þau eru ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, sem eru sérstaklega fyrir yngri hljómsveitir í útflutningi og auðvitað má setja límmiða á umslagið fyrir jólin líka.

Ekki veit ég hvort þau vissu þetta eða hvort það skiptir þau ekki máli. En hvað um það þessi merkilega hljómsveit er líklega að toppa fyrri verk sín þó platan hljómi ekki eins aðgengileg. Sigríður Thorlacius hefur komið víða við og sungið aðrar tegundir tónlistar og Högni Egilsson var með Gus Gus á síðustu plötu þeirra Arabian Horse. Þar hafði nærvera Högni mikil áhrif og hér gætir hins vegar Gus Gus áhrifa og einnig til hins betra.

Lögin eru flest í þyngri kantinum við fyrstu hlustun og ekkert sérlega grípandi. En útsetningarnar eru sérstakar, svona kraumandi undir og góður söngur Högna og Sigríðar er síðan endanlegi gæðastimpilinn.

Fyrsta lagið, Lucifer/He Felt Like A Woman, byrjar á djúpum fljótandi bassa og hljómar fljótt eins og Hjaltalín, smá soul, smá techno electro, smá jazz. Síðan meira jazz píanó, jazz trommutaktur í laginu Forever Someone Else. Sigríður syngur undurblítt og strengir bætast við.

On The Penunsula fær söngur Sigríðar að njóta sín píanó og strengir í bakgrunni.

Letter to (-) er grípandi (!) lag sem Högni syngur, en ég verð að viðurkenna að textarnir eru dálítið að fara framhjá mér, en því miður fylja þeir ekki með.

Þettu allt sérstök lög þó ég stikli bara á nokkrum. En þetta er þung og djúp plata, engin partíplata, sem hefur gífurlegan sjarma, en vekur ekkert þunglyndi samt 🙂

Ein af betri plötum ársins. Enter 4 er tilvitnun í 4ðu víddina kannski er þetta hún. En kannski ekkert ofar okkar skilningi 🙂

8 stjörnur af 10 miðað við daginn í dag!

p.s. Umslagið er til fyrirmyndar, leikar að litum og formum.

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *