STUÐMENN – Á STÓRTÓNLEIKUM Í HÖRPU (2012) 8 stjörnur

Fáir hafa haldið jafn duglega upp á eina plötu og Stuðmenn í ár með “Með allt á hreinu“. Fyrr á árinu gáfu þeir út Astraltertuna, sem innihelt upphaflegu plötuna í bættum gæðum, aukaplötu með lögum sem komust ekki á plötuna og loks myndina “Með allt á hreinu” í kaupbæti. Og þess má geta að þetta var frábær útgáfa. Og nú kemur “Með allt á hreinu með hinum einu sönnu Stuðmönnum á stórtónleikum í Hörpu” hljómleikaplata og mynddiskur í pakka, sem sagt 5 diska sett allt saman!

Ég byrjaði á að horfa á mynddiskinn og dáðist að sjálfsögðu, en saknaði auðvitað Þórðar Árnasonar, því þó Guðmundur Pétursson sé brilliant spilari, þá er Þórður einstakur og tvímælalaust einn af 3-5 bestur gítarleikurum Íslands allra tíma. Þeir Jakob og Valgeir eru skemmtikraftar af Guðs náð og njóta sín á mynddisknum. Ragga og Egill eru einnig toppklassa flytjendur, og Kobbi, Geiri og Tommi eru bara svo magnaðir tónlistarmenn að maður er hálfgapandi allan konsertinn. Á mynddisknum eru níu aukalög sem eru ekki á plötunni þar á meðal Íslenkir karlmenn, Með allt á hreinu og Manstu ekki eftir mér.

En þó að platan sé einföld eru 21 lag á henni. Þar af eru tólf af 14 upprunalegu lögunum af plötunni og fjögur til viðbótar af aukaplötunni Astraltertu.

Upphaflega platan kom út 15. desember 1982 og seldist ekkert merkilega til að byrja með, enda alltaf talið vonlausta að gefa út plötu þegar jólasalan er komin á fullt nokkrum dögum áður.

Aukalögin á tónleikaplötunni eru Gó Gó partí, Ég spyr ég spyr, Það jafnast ekkert á við jazz, Sísí og Af líkama og sál.

Þó að nokkur Grýlulög séu í pakkanum, þá eru þær ekki með, heldur 3 bakraddasöngkonum sem leika þær á stundum.

Þessi pakki er góð viðbót við Astraltertuna, þetta eru listamenn sem sköpuð tónlist heillar kynslóðar og héldu óviðjafnanlegan konsert.

8 af 10 stjörnum

n.b. Ragga á ekki að syngja Draumur okkur beggja – stór mínus 🙂

 

This entry was posted in Myndbönd, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *