RÍÓ TRÍÓ – SÍGILDIR Á JÓLUM GAMLIR ENGLAR (2009)

RiojolMér finnst Ríó Tríóið hafa náð að gera góða jólastemmningu þegar þeir syngja jólalög.

Þeirra fyrstu jólulög komu út 1973 á tveggja laga plötu með lögunum „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ og „Þá nýfæddur Jesús“. Ég fékk þessa plötu í jólagjöf þau jólin og mér hefur alltaf fundist þetta frábær lög og flutningur. Dálítið hátíðleg og falleg.

Næstu jólulög þeirra komu út á safnplötunni  „Jólastjörnur“ en þar áttu þeir þrjú lög.  Þetta voru lögin „Léttur yfir jólin“ eitt af þessum léttglettnu jólalögum með texta eftir hirðskáldið þeirra Jónas Friðrik, Hin eilifa frétt“ og „Hvað fékkstu í jólagjöf“.

Síðan áttu þeir eitt lag á safnplötunni „Jólastund“ 1987 „Hin fyrstu jól“ lag Ingibjargar Þorbergs við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Og sama ár kom líka út lagið „Nú er glatt í döprum hjörtum“ á  plötunni „Á þjóðlegum nótum“, bæði góð og jólaleg.

Það var löngu kominn tími að koma þessum lögum saman á plötu, en þau eru bara sjö þannig Ríó ákvæðu greinilega að rifja upp gamla takta og taka upp nokkur lög.

Nýju lögin eru fimm og þeim er dreift á milli þeirra eldri og falla vel inn í heildarmyndina.

„Gleði jólatíða“ eftir Helga Pé og sungið af honum er fallegt og gott jólalag og „Man ég það“ eftir Ágúst við texta Jónasar Friðriks er líka mjög gott.

„Jólaþula“ er síðan í þessum glettna anda með skemmtilegum rugltexta eftir Jónas.

Bráðgóð jólaplata sem á að koma öllum í rétta stemmningu.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *