POTTÞÉTT 58 (2012) 2CD 6 stjörnur

Pottþétt platan sem kemur út fyrir hver jól var oftast ein af söluhæstu plötum ársins. Þetta eru lög sem hafa verið vinsælust í íslensku útvarpi bæði íslensk og erlend.

Íslensku lögin eru 15 talsins þar á meðal Ásgeir Trausti, Jónas Sig, Siggi Guðmunds, Nýdönsk & Unnsteinn, Valdimar, Magni og Raggi Bjarna með lög af nýjum plötum, síðan eru Hvitir skór með Bloz Roca og Ásgeir Trausta og Dansa það af mér með Steinda JR, Jón Jónsson með All You I liklega í tilefni Al Thani samningsins við Sony 🙂 (Æi vonandi gengur það betur).

Ég vona að bankamaðurinn Jón hafi samt ekki komið nálægt Al Thani, en einhvern veginn datt mér það í hug um daginn 🙂

Stúlkurnar Greta Salóme, Lára Rúnars, Þórunn Antónía og Eivör eiga allar góð sýnishorn af plötum sínum og Sálin hans Jóns míns á eitt lag.

Af erlendu lögunum má nefna hið skelfilaga Psy með Gangnam Style, Coldplay, P!nk, Lykke Li, Maroon 5, Mumford & Sons, Keane og Ed Sheeran til dæmis.

6 stjörnur af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *