STEINDÓR ANDERSEN & HILMAR ÖRN HILMARSSON (2012) CD/BÓK 8 stjörnur

Þeir Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson hafa unnið saman um hríð meðal annars með Sigur Rós og með verkið Hrafnagaldur Óðins, en auk þess hafa þeir verið að koma fram tveir saman, Steindór kveður og Hilmar skreytir með tónlist og hljóðum. Þeir hafa gefið sér tíma í þróun sem hér birtist í stórglæsilegri útgáfu sem er í senn geisladiskur og glæsileg bók.

Steindór hefur lengi verið þekktur kvæðamaður og Hilmar er auðvitað alsherjagoði, en líka mikilsmetinn tónlistarmaður sem hefur gert tónlist við fjölda kvikmynda.

Hilmar semur tónlistina við rímurnar og nýtur ýmis hljóðfæri, kassagítar sem Guðmundur Pétursson apilar á, strengjasveit, Þórir Baldursson spilar á orgel og Tómas Tómasson á rafmagnsbassa, Páll Guðmundsson spilar á steinhörpuna og Örn Magnússon á langspil og symfón, einnig má heyra

Mér þætti alveg tilvalið að spila Lóu fiðurgisnu í útvarpi með sinn rokk undirleik eða ballöðuna um Eirík formann með kassagítar og orgelundirleik í hvað útvarpsþætti sem er.

Umbúðirnar eru glæsilegar öll kvæðin, ritgerð eftir Hilmar um sögu rímna upplýsingar um þá félaga og smá upplýsingar um skáldin. Og auðvitað á íslensku, ensku og þýsku.

Að ógleymdum frábærum myndum.

Þetta er óvenjuleg og mjög vel heppnuð útgáfa.

8 af 10 stjörnum

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *