MEGAS – MEGAS RAULAR LÖGIN SÍN (2012) 4CD BOX 10 stjörnur

Ég var spurður að því af ungum manni hvort hann ætti að byrja á þessum kassa eða á upphaflegu plötunum.

Þetta er spurning sem kallar á mismunandi svör og mismunandi útskýringar.

Þessi veglegi pakki Megas raular lögin sín markar 40 ára útgáfuferil Megasar og innheldur úrval laga frá öllum ferlinum. Megas hefur áður gefið út söfn. Megas allur kom í kassa 1985 6 fyrstu plöturnar auk tveggja platna með sjaldgæfu og óutgefnu efni, Paradísarfuglinn einföld best of 1993 og Megas 1972-2002 í tilefni 30 ára útgáfuferils, 43ja  best of auk auka plötu með sjaldgæfum og óútgefnu efni.

Nýja safnið er úrval laga af flestum platna hans, nema hvað, 13 laganna eru í nýjum útgáfum, ýmist af hljómleikum eða úr sjónvarpi og skrambi góðum.

Mér telst til að stúdíóplöturnar sé orðnar 21 talsins og að auki eru 4 hljómleikaplötur komnar út. Á fyrstu þremur plötunum eru 55 lög 35 laganna af útgefnum stórum plötum, mest 4 lög af plötu, bæði lögin af smáskifunni frá 1975 og lag að Tolla plötu, Bubba plötu og Megasukk plötu. Og síðan er auka plata með 19 sjaldgæfum og óútgefnum plögum.

Megas raular lögin sín er hreint ótrúlega vönduð útgáfa. Allar þrjár fyrstu plöturnar renna ljúft sem heild lag eftir lag og valið er gífurlega gott og heilsteypt hugsað. Mér hefur ekki hugnast allt sem Megas gerir, en hér er bara topp klassa efni.

Aukaplatan er auðvitað það sem maður var spenntastur fyrir í byrjun. Sumt höfum við heyrt en annað ekki.

Og þó að 3 plöturnar á undan hafi glatt mig, þá slær þessi aukaplata allt út. Ballaðan Af Bugða Sandmann, Hjálpum þeim, sóló Mærin í Smáralind, Jólamamban og Ég sá pabba krassa á jólatréð, já og Hærra minn guð til þín ….. hrein snilld.

Annar vinnufélagi minn sagði mér að maðurinn hennar væri með Megas raular lögin sín og textabókina á óskalistanum sínum.

Ég held að hljóti að vera makalaust góið jólagjöf.

Og aftur til upphafsins. Ekki klikka á því að fá sér þennan kassa á meðan hann er til. Fyrstu plöturnar með aukalögum er næstu kaup.

Magnaður Megas!

10 stjörnur af 10

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Sérvalið, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *