FRIÐRIK KARLSSON – TÖFRANDI JÓL (2009)

frikkajólHinn frábæri gítarleikari Friðrik Karlsson er hér með instrumental jólaplötu með þekktum rólegum jólalögum.

Útsetningar eru yfirvegaðar og einfaldar og gerðar til að róa hugann og skapa friðsæla stemmningu.

Meðal laga eru „Heims um ból“, „Þá nýfæddur Jesús“, „Klukknahljóm“ og „Bjart er yfir Bethlehem“.

Flest laganna byggja á kassagítarleik Friðrik, en auk þessu hljómar flautuleikur Andy Findon og strengjasveit undir stjórn Roland Hartwell vel á plötunni.

Þessi plata á eftir að heyrast á milli dagskrárlið í útvarpi og sjónvarpi um komandi ár og auðvitað tilvalin lyftumúsík.

Góð til síns brúks.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *