GÁLAN – GÁLAN (2012) 7 stjörnur

Framhliðin minnir á bakhlið!

Framhliðin minnir á bakhlið!

Gálan er Júlíus Guðmundsson, sonur Rúnars Júlíussonar og trommuleikari Deep Jimi & The Zep Creams. Hér er hann með sína þriðju plötu, en áður eru komnar Fyrsta persóna eintölu (1998) og 220971-3099 (2001), sem er nú dálítið síðan.
Textarnir eru allir eftir pabba hans, nema sumir eru unnir upp úr textabrotum sem Júlíus fann í tölvu Rúnars. Textarnir eru flestir mjög persónulegir og samdir til Maríu Baldursdóttur, móður Júlíusar og konu Rúnars. Rúnar var einlægur maður og kunni sig vel í samskiptum við fólk. Hann pældi í tilverunni og samskiptum, sem sjá má í textum hans strax í upphafi. Hann pældi líka í trú og trúarbrögðum, alla vega um tíma. Einhver mundi telja suma textana væmna, en hann hefur greinilega staldrað við og pælt og komið því á blað (eða í tölvuna :)).
Ég held að textarnir séu öllum holl lesning og mættum við hugsa okkur oftar um í samskiptum og tilfinningum.
Júlíus semur ágæt lög og gerir plötuna eins og Paul McCartney, Mike Oldfield og Stevie Wonder hafa gert, spilar á allt sjálfur, nema fiðlu í einu lagi. Glöggt er gests augað, Allt of oft, Ég mun þarfnast þín og Erum við ánægð eru allt mjög góð lög.
Júlíus hefur gert ágætlega fjölbreytta plötu með syntha lagi (Sjö undur veraldar), þungarokki (Nóg) og miklum Rúnari. Júlíus er líka ágætis söngvari og skilar sínu vel.
Ég reyni og Erum við ánægt minna mest á Rúnar.
Fín plata.
7 af 10 stjörnum
hia

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *