POTTÞÉTT 51 (2009)

pott51Fyrsta „Now That‘s What I Call Music“ kom út í lok árs 1983 og sló strax í gegn. Now plöturnar eru nú komnar í númer 74.

Íslenska afbrigðið fékk heitið Pottþétt og kom fyrsta Pottþétt platan út árið 1995 og serían náði strax vinsældum.

Íslenska útgáfan tók mið af vinsældum laga á Íslandi og þar af leiðandi hefur íslenskum lögum farið fjölgandi, en eru þó samt ekki nema 14 af 40 á þeirri nýjustu 51.

Þessar plötur spegla hluta af tíðarandanum, þ.e.a.s. vinsælum lögum í fjölmiðlum og þar sem einföld poppmúsík er allsráðandi í dag er þetta poppplata og bara nokkuð þægileg.

Íslensku lögin eru með Ingó og Veðurguðunum (Gestalistinn), Hjaltalín, Hjálmum, Feldberg, Bibbiblix, Láru Rúnars, Fjallabræðrum og Hafdísi Huld svo nokkrir séu nefndir.

Erlendu lögin eru t.d. með Lily Allen, Florence & The Machine, Rammstein, Black Eyed Peas, Robbie Williams og Shakira.

En rúsínan í pylsuendanum hér þó 4ra laga pakki nýrra íslenskra jólalaga.

Þetta er lögin „Jólapakkar“ með Ingó , SG og Memfismafíunni með „Það snjóar“, „Hvað fæ ég fallegt frá þér“ frá Baggalút og „Í Bethlehem er barn oss fætt“ með Hvanndalsbræðrum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *