TÍMINN FLÝGUR ÁFRAM (2013) 5 stjörnur

001Dægurtónlistin okkar spannar nú orðið hátt í öld og líklega má telja revíulög,söngleikjalög, kóra- og einsöngslög, vísur, þjóðlög og þýdda slagara sem íslenska dægurlagahefð.

Á plötunni Tíminn flýgur áfram má finna 60 lög sem hafa lifað með þjóðinni, flest í nýjum útgáfum seinni tíma listamanna, en einnig nokkur upphafleg.

Þetta þriggja platna safn rauk í efsta sæti íslensku vinsældalistanna, líklega vegna kunnuglegheita og vegna þess að fólk setur hana í bíltækin og syngur með.

Ekki eru allar útgáfurnar betri í nýjum útgáfum en eldri, því oft vantar einlægnina í endurgerð laga sem var kannski aðalástæðan fyrir vinsældunum í upphafi. Og oft virkar endurgerð laga eins og hálfgert háð eða grín og það á við nokkur laganna hér.

Ýmsir hafa gert heilu plöturnar með “íslenskum dægurperlum” og er það oft vel. Ef við lítum á plöturnar sem þetta safn er byggt á hafa þær heldur betur slegið í gegn. Fjórar hestaplötur með Helga Björns, Sigurður Guðmundsson, Sigríður Hjaltalín, Megas, Svavar Knútur, KK og Magnús Eiríksson hafa gert heilar plötur með sönglagatextabókalögum, og síðan hafa komið út ógrynni af sönglagaplötum með blönduðum listamönnum eins og það var einu sinni kallað.

Kannski er ég orðinn þreyttur á þjóðarrembingi, lopapeysum, sjálfbærum smáiðnaði og öðru “fréttunæmu” þjóðernisminnimáttar rausi og alþjóðlegum andstæðingum að ég er bara ekki nógu móttækilegur. En þjóðin stefnir í þessa átt og allt sem er íslenskt er gott en allt sem er erlent er vont.

Ég þykist vita að safnið var ekki gert með þessu hugarfari en fær þessa mynd í mínum hug í ljósi pólitíkur undanfarin ár og ekki síst nú í farvatni kosninga.

En Senuútgáfan hefur gert mikið af góðum endurútgáfum á liðnum árum, þessi er eflaust ódýr og góð, en ekki fyrir mig. Og sumar platnanna sem eru uppspretta plötunnar eru bara ágætar.

5 af 10 stjörnum.

hia

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *