EIRÍKUR FJALAR – THE VERY BEST OFF **** (SENA) 4 stjörnur

Eiríkur Fjalar var (er kannski enn) ein vinsælasta001 persónusköpun grínistans Ladda.

Elsta lagið á plötunni er “Skammastu þín svo”  frá 1981 sem var auðvitað stórt hitt og setti kappann á kortið. Eiríkur sást mikið í sjónvarpinu til að byrja með, Því næst kom lagið “Nútímastúlkan hún Nanna” 1983 við texta Gísla Rúnars og 1985 kom Tóti tölvukarl sem sló í gegn. Járnkarlinn með Bjartmari Guðlaugs og Það er fjör komu bæði 1987 gífurlegir hittarar og miklir merkisberar íslenskrar gamantónlistar.

Súrmjólk í hádeginu eftir Bjartmar líka var nú reyndat hittari fyrir Guðmund Rúnar var það ekki?

Æðislegir vinir var nú ekki hittari var það nokkuð? Það er æðislega obboðslega gaman frá 2007 og Kakkalakkinn fóru alveg fram hjá mér, voru þetta vinsæl lög. Og húmorinn farinn að þreytast, eða húmorinn minn kannski hnignandi?

Og nýjasta afurðin hef ég bara ekkert heyrt í útvarpi, en það er Draumur um Nína gamli Júróvisíón slagarinn.

Æi ég veit ekki, það liggur margt óútgefið sem er meira virði, eða er húmorinn bara alveg dauður.

4 stjörnur af tíu fyrir fyrst 4 elstu lögin og ekki er platan nú löng heldur, styttri en margar 12″ í gamla daga.

hia

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *