KK & MAGGI EIRÍKS – Á SJÓ (2013) 8 stjörnur

001Sjómannalög urðu líklega vinsæl með Óskalögum sjómanna en nýjum sjómannalögum fækkaði verulega eftir að sá útvarpsþáttur var lagður niður. Vinsældir þeirra var mestur upp úr 1960 í tíð gömlu gufunnar sem Ríkisútvarpið var kallað áður en Rás 2 og Bylgjan komu og breyttu öllu útvarpi.

Sjómannalögin okkar hafa oft verið lík í uppbyggingu. Evert Taube, Ítölsk, spænsk og frönsk lög voru bæði áhrifavaldar eða notuð með þýddum textum. Ási í bæ söng og samdi þau mörg, og hin Eyjaskáldin líka, Jón bankamaður samdi marga textana, Raggi Bjarna átti nokkur fræg, eins Haukur Morthens og Þorvaldur Halldórsson átti toppinn, Á sjó.

Þeir KK og Maggi Eiríks hafa komið víða við og báður migið í saltan sjó, og ég held að KK sé meira að segja frístundaveiðari á fleygi sínu Æðruleysi.

Strákarnir hafa gefið út þrjár “ferðalaga” plötur, allar ágætar, og ekkert skrýtið að þeir setji mark sitt á sjómannalögin.

Þeir gera lögin að sínum, oft í afslöppuðum kántri og tex mex stíl með létt jazzöðu ívafi. Og þar hafa greinilega valið hljóðfæraleikarana og hljóðfærin með það markmið í huga.

Sum laganna eru auðvitað eignuð öðrum flytjendum um aldur og ævi, en þeir leika sér nett með þau og gera að sínum líka.

Þeir setja til dæmis Á sjó í afslappaða útsetningu og komast upp með það. Upphafleg amerískt kántri lag, með texta eftir Ólaf Ragnarsson, fyrrum fréttamann, ritstjóra og útgefandi.

Allt á floti er gamalt Tommy Steele lag við texta Jóns bankamanns sem á líka textann við titillagið Úti á sjó.

Lögin tvö sem Ási í Bæ á Anna Marí og Í verum eru sérlega góð hjá KK og Magga.

Þórður sjóari, Simbi sjómaður eru þarna eins og Síldarstúlkan og Stína ó Stína.

Karlremban í textunum er alveg yndisleg Sjómenn íslenkir erum við, Í verum og Landleguvalsinn til dæmis.

Lagavalið er alveg ágætt, spilamennskan og flutningurinn heilsteyptur og góður.

Já þetta er hin ágætasta plata sem bregður brosi á vör.

hia

8 af 10 fyrir fagmennsku og gleðiflutning.

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *