JIMI TENOR & HJÁLMAR – DUB OF DOOM (2013) 9 stjörnur

004Þessi plata lét lítið yfir sér við fyrstu heyrn og jafnvel næstu og þar næstu. En allt í einu fór hún að sýjast inn og lögin af skýrast og platan að fá á sig sterkari mynd. Jimi Tenor hinn finnski hefur gefið út ógrynni platna þó hann hafi ekki byrjað fyrr en 1988, þá eru þær skráðar 23 hjá Wikipedia og þar ekki ekki Dub Of Doom eða Exocosmos sem kom víst út fyrir stuttu. Hjálmar haf hins vegar gefið út 7 plötur frá 2004.

Það sem ég hef heyrt að Jimi Tenor hefur svo sem ekkert heillað mig eða truflað. Hann hefur fiktað í ýmsu og kann ágætlega til verka. Hjálmarnir hafa hins vegar tileinkað sér Reggae músík með góðum árangri og hafa skapað sinn eigin hljóm þó að þeir hafi allir verið að fikta í öðrum verkefnum.

Dub Of Doom er að hluta til dubb plata, sem er afskaplega vel heppnað hljómar vel í græjunum og í bílnum.

Platan byrjar á þungu rokk-elektrodubbi með blásurum í taktinum áður en flott reggae lag byrjar 1-777- Love sem hefði áttað heyrast í útvarpi. Messenger Of Bad News eru sungið reggae með flottum bakröddum Hjálmanna, besta lagið á plötunni eins og er og þá næst Money Is My Master sem er líka sungið og ætti að heyrast í allri íslenskri umræðu því það er jú aðalatriðið í lífinu ekki satt?  Síðan er lagið Adeva Kadavra ekta Madness ska dub helvíti gott með sirkus upphrópunum líka, í stíl við nafnið.

Og öll hin dubb lögin er bara topp klassa og sæmdu sér vel í hvaða kvikmynd sem er og á örugglega eftir vera stolið í fullt af framtíðar músík.

Til hamingju að að gefa út svona plötu.

hia

9 af 10 stjörnum.

p.s. umslagið er flott

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *