LJÓTU HÁLFVITARNIR – LJÓTU HÁLFVITARNIR (2013) 7 stjörnur

001Hvað skal segja? Ég veit að þessir strákar geta spilað … ég að þessir strákar geta samið lög …. en af hverju er ég ekki sannfærður?

Þetta voru fyrstu viðbrögðin.

Á þetta að vera grín? Það hefur oft verið forsenda íslenskra hljómsveita. Lögin eru nokkuð góð, spilamennskan er ágæt og útsetningarnar margar alveg ágætar, textarnir helst til of mikið (too much), en get ég sagt að þeir séu vondir? Nei það get ég ekki.

Er þetta öfugmælaþjóðin í hnotskurn? Auðvitað eru áhrif héðan og þaðan, Madness með dassi af Stuðmönnum, Skálmöld, þjóðlögum, Jónasi Friðrik, Bubba Morthens, Pollapönk og Dr Gunna, já og Randver og Þokkabót sálögu að ógleymdum Þursaflokknum og jafnvel Þrjú á palli (á kútter Haraldi) .

Er þetta grínplata? Er þetta barnaplata? Er þetta gáfumannaplata? Eða er þetta meistaraverk í dulargervi?

Eftir mikla spilun, sem ég áskil mér þegar ég er ekki sannfærður í byrjun, yfirtekur umburðarlyndið 🙂

Þessir kappar eru þekktir fyrir húmór sem er auðvitað aðallega þeirra, en ekki endilega allra 🙂

Upptakan er ágæt, lögin eru ágæt, textarnir alveg ágætur, spilamennska fín, söngurinn alveg slepppur í stíl The Dubliners , Pogues etc, en eitthvað er yfirdrifið án þess að ég festi fingur á það.

Platan er mun betri en Ljótu hálfvitarnir (3) sem kom síðast. Ég er mikill aðdáandi írskrar og breskrar “þjóðlagatónlistar” og elska þessi hljóðfæri – mandólín, bodhran, fiðlur, banjó, tinflautur og grín og uppreisnartexta.

Þegar umburðarlyndið hefur yfirtekið mig verð ég oft ákafur aðdáandi og um stundarsakir er ég mjög ánægður með þessa plötu, væri alveg til í að syngja með ræ ræ ræ ræ ræ ræ .. ræ.

Ef lögin heyrðust meira myndu mörg þeirra ná ágætum vinsældum, Ást á hröfnum, Syndir, Ár ródkillsins, Steingrímur, Ábóta vant, Ávallt viðbúinn, Potensjal, Niður með allt, Á kútter Haraldi, Sætur dauði og Svartur eru öll góð.

Og ég er ekki að grínast.

Aulahúmorinn sem ég heyrði í fyrstu 4-5 hlustunum og trufluðu mig í að sjá og heyra músíkina og plötuna,  breyttist í næstu hlustunum.

En hefur almenningur þessa þolinmæði – vonandi.

Þræl góð plata.

hia

7 af 10 stjörnum (byrjaði í 4!)

 

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

One Response to LJÓTU HÁLFVITARNIR – LJÓTU HÁLFVITARNIR (2013) 7 stjörnur

  1. Jói says:

    Þetta er besta plata Ljótu Hálfvitanna. Af hverju? Vegna þess að þegar maður rennir henni í gegn þá er eins og maður sé að hlusta á fyrstu plötu þeirra. Fyrir utan að þeir eru orðnir góðir í að vera hljómsveit. Hún er s.s. ekki bara skemmtileg, áhlýðin, fyndin, ísmeygileg og duttlungafull; hún er fjör. Hún er besta platan hingað til vegna þess að mig langar á sundskýluna þegar ég hlusta á hana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *