ÝMSIR – EINNAR NÆTUR GAMAN MEÐ SIGGA HLÖ (2013) 6 stjörnur

003Einnar nætur gaman vísar til þess að lögin hafi verið einu vinsælu lög flytjendanna “One Hit Wonders” eins og það er kallað á frummálinu.

En það hlýtur að eiga við íslenskar vinsældir, eða vinsældalista Bylgjunnar eða bara hvað Siggi Hlö spilaði, því mjög margir flytjendanna áttu fleiri vinsæl lög í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada til dæmis. Auðvelt að fletta þessu upp á Wikipedia.

En það er nú kannski útúrsnúningur, auðvitað eru þetta lögin sem flytjendurnir eru þekktust með fyrir og flestir hafa gleymt öðrum lögum þeirra.

Lagavalið er skemmtilegt, fjölbreytt og fjörugt og segir okkur að Siggi Hlö kann að “gera útvarp” ekki bara að vera fyndinn og skemmtilegur.

Þarna eru mörg lög sem ég elska þó ég hafi ekki fylgt böndunum eftir, lög eins og What’s Up með 4 Non Blondes, Mmm Mmm Mmm Mmm Mmm með Crash Test Dummies, Don’t Worry Be Happy með Bobby McFerrin, Airport með Motors, Kung Fu Fighting með Carl Douglas, My Sharona með Knack, Hooked On A Feeling með Blue Swede, Da Da Da með Trio, 99 Luftballons með Nena, Breakfast At Tiffanys með Deep Blue Someting, What I Am með Edie Brickell & The New Bohemians, Video Killed The Radio Star með Buggles, It’s Raining Men með Weather Girls, 2 4 6 8 Motorway með Tom Robinson Band, (út af hverju ekki Glad To Be Gay), I’ll Be There For You (úr Friends) með Rembrants, The Safety Dance með Men Without Hats og Seasons In The Sun með Terry Jacks.

Þetta er tær gleði, ánægja og partí – Sigga Hlö style – vel gert, þó flytjendurnir hafi nú gert fleiri lög vinsæl  🙂

hia

6 af 10 stjörnur

p.s. umslagið? Sigga Hlö style betra en Pottapartý platan 🙂 sem líklega versta umslag ever!

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *