FJÖLSKYLDU ALBÚMIÐ – 3 PLÖTUR Í FERÐALAGIÐ (2013) 5 stjörnur

001Líklega er meðalfjölskyldan aftur farin að ferðast þrátt fyrir gengisfellingu, skelfilegt eldsneytisverð og minni ráðstöfunartekjur. Og þar sem umferðin er meiri, vegirnir verri vegna niðurskurðar í vegaframkvæmdum, ertu líklega lengur í bílnum í einu og þrjár plötur í umferðinni í einu kannski raunhæft.

Sena hljómplötuútgáfan sem á mestan útgáfurétt allara í landinu eftir að hafi verið næst einir á markaðnum sem útgáfufyrirtæki eftir að Steinar, Fálkinn, SG og fleiri seldu þeim sinn katalóg og dóu drottni sínum.

En Sena má eiga það að þeir gefa út katalóginn bæði endurútgáfur á heilum plötum, bæði með og án aukaefnis, alls kyns safnplötur og pakka.

Þessum þremur plötum er líklega skipt í músik fyrir eldri borgara, fyrir börn og fyrir ungt fólk 🙂

Fulltrúarnir á “eldri borgara” plötunni eru Mannakorn, Egó, Megas, Stuðmenn, Magnús og Jóhann, Todmobile, Bjartmar, Raggi Bjarna, Ellen, Sigga Beinteins, KK & Maggi Eiríks, Sálin, Rúni Júl, Baggalútur, Bjöggi, Nýdönsk Grafík, Geir Sæm og Ljótu hálfvitarnir 🙂

Öll lögin eru af nýlegum plötum sem komu allar út á 21stu öldinni. Flest hæfilega þekkt lög og hafa fengið einhverja útvarpsspilun.

Plata 2 sem er kannski plata yngra fullorðna fólksins samanstendur reyndar af þekktari lögum og ívið yngri lögum. Þarna eru fulltrúarnir líka nýrri flytjendur eins og Hjaltalín, Lay Low, Hafdís Huld, Valdimar, Dikta, Hjálmar og Feldberg. Friðrik Dór og Jón Jónsson, Jónas Sigurðsson, Ásgeir Trausti og Ingo og Veðurguðirnir. Sprengjuhöllin, Páll Óskar og Siggi Guðmunds. Líka ágætis plata og mun heilsteyptari en fyrsta platan.

Plata 3 er barnaplatan með lögum frá þessari öld líka, en með svona aðeins slakara efni, ef ég má segja svo, þótt auðvitað séu ágætis lög með. Sum laganna höfða nú líklega meira til þeirra eldri, þar sem nokkuð er af endurgerð eldri laga eins og hins færeyska Rasmus, Fiskurinn hennar Stínu, Hláturinn lengir lífið, Ég skal mála allan heiminn elsku mamma (kallað Ég ætla að … á umslaginu), Dvel ég í draumahöll og Draumur um Nínu.

En spurningin er: er safnið áhugaverðara en að hlusta á útvarpið? Það fer auðvitað eftir því hvað þú vilt. Útvarpið er endalaust að “sinna” öllum “alltaf”. Það þarf að vera skemmtilegt, mannlegt, kammó, hæfilega fræðilegt, passlega vitlaust og svo framvegis. Stöðvarnar eru auðvitað að reyna að ná til flestra og leita oft af þeim sem ekki hlusta í stað þess að sinna þeim sem hlusta. Þetta er það sem “ferðalagasöfn” keppa við. Lögin eru öll útvarpsvæn, þó að barnalögin fái líklega minnsta spilun í útvarpi.

Fjölskyldu albúmið er ágætt, en ber síðustu 10-12 árum samt ekki merkilegan vitnisburð í raun og veru, þó nokkrar góðar plötur hafi komið út.

hia

5 af 10 stjörnum. Eins og dagskrá útvarpsmiðlanna um verslunarmannahelgar. Eru ekki allir í stuði? er setning sem kemur mér í óstuð. 🙂 En þið hin megið alveg fíla það, ég spila bara aðra músík á meðan.

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *