5 BARNAGULL – SÍGILDAR PLÖTUR FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI (2013) 8 stjörnur

0025 barnagull er safn 5 áður útgefinna barnaplatna og í þetta sinn eru plöturnar 5 Bakkabræður, Lína langsokkur, Gilligill, Uppáhaldslögin okkar og Íslenska vísnaplatan.

Elst þessara platna er Bakkabræður, sögur leiklesnar af Sigga Sigurjóns leikara. Sögurnar þekktu allir íslendingingar á síðustu öld, kunnu þær utanbókar, þar sem þær voru lesnar yfir börnum langt fram á seinni hluta aldarinnar og fólk þekkti Gísla, Eirík og Helga mun betur en Bjart í Sumarhúsum. Upphaflega kom þessi plata út árið 1983 fyrir þrjátíu árum og stenst alveg tímans tönn því sögurnar eru alltaf jafn skemmtilega og vitlausar og Siggi flytur þær vel.

Lína langsokkur platan er ein þriggja platna frá 2003 í pakkanum. Hér er upptaka Borgarleikhússins með Ilmi Kristjánsdóttur í aðalhlutverki og Geirfuglana sem flytjendur tónlistar. Þessi útgáfa er í sögu og lagaformi og alveg stórvel heppnuð.

Uppáhaldslögin okkar er barnaplata sem kom út 2003 líka og ég held satt best að segja að það sé ennþá verið að sína myndböndin sem ég held að hafi verið gerð við öll lögin. Um er að ræða barnalög fyrri tíma í nýjum útsetningum Jónsa (í svörtum eða hvítum fötum) Birgittu Haukdal, Magna Rock Star, Selmu Eurovision, Villa naglbít, Hönsu (Mary Poppins), Matt Matt (Papa td), Margrét Eir, Hreimi, Þórunni Lárusdóttur og Þorvaldi Davíð.

Þessir flytjendur skila sínu vel án undantekningar. Lagavalið er býsna gott, eins og Skýin , Óskasteinar, Ég skal mála alla heiminn, Róbert bangsi, Ekki bíl, Lína langsokkur og Minkurinn í hænsnakofanum. Og öll lögin er endurtekin án söngs. Líklega gert með leikskólana í huga, en þar verða barnaplöturnar líklega vinsælar, ekki satt?

Íslenska vísnaplatan er líka frá 2003 en fór líklega framhjá mörgun, allavega ekki eins vinsæl og Uppáhaldslögin. Þetta er hins vegar ekki síðri plata. Sett upp í likum stíl og Vísnaplöturnar þeirra Gunna Þórðar, Bjögga og Tomma Tomm. Og flest laganna eru þau sömu en flytjendur hér eru Ragga Gröndal, Yohanna Guðrún, Þórunn Antonía, Sverrir Bergmann og Jón Jósep. Kántríútsetningar eru þó ansi miklar en þær gerði Jón Ólafsson, Nýdanskrar.

Síðasta platan í pakkanum er platan Gilligill, sem er plata eftir Braga Valdimar Skúlason sem kom út 2008. Heilsteypt plata svona meira í anda Hrekkjusvínanna en einhvers annars. Söngvarar eru t.d. Sigga Thorlacius, Magga Stína, Sigtryggur Baldurs, Snorri Helga, Egill Ólafs, Björgvin Halldórs, Siggi Guðmunds og Guðmundur Pálsson félagi hans úr Baggalút. Ágætist plata sem á eftir lifa.

Vel gott safn ágætra barnaplatna.

hia

8 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *