SVEPPI OG VILLI – SVEPPI OG VILLI BÚA TIL PLÖTU (2013) 6 stjörnur

003

Hvað skal segja um svona plötur? Er þetta barnaplata? Er hún ekki aðeins of barnaleg til þess? Er þetta grínplata? Ef svo er er ég ekki að fatta það, enda er mitt grín kaldhæðnara og ég á erfitt með að skilja græskulaust grín, sorrí.

Músíkin er alveg ágæt en textarnir, sem eru nota bene birtir í meðfylgjandi textabók eru eitt alsherjar bull án nokkurrar heilsteyptrar hugsunar, en þar sem ég þykist vita að Sveppi og Villi séu bráðskarpir, spyr ég: eruð þið að gera grín að áheyrendum?

Ég las textana í þessari flottu textabók og spurði alla kringum mig hvað þeim fyndist um. Ég fékk ekki mikið af svörum en meira af samúðar brosum.

Textarnir höfðu þau áhrif að það tók mig tíma að setja plötuna í spilarann, en þegar ég heyrði músíkina deyfðust nú skoðanirnar á textunum, því músíkin er fjölbreytt og ágætlega unnin og sungin (að mestu leyti).

Platan fjallar um vinina Villa og Sveppa, sem ég giska á að séu svona 6,7,8, 9 ára gamlir, og hvað þeir eru uppátækjasamir, en ástríkir og vitlausir. Syngja um mömmu sína, um popp, um rottu, kakómalt, veikindi, tilfinningar, drauga, dóminókubba og norðurpólinn.

En ég á erfitt með að tjá mig því platan vekur engan áhuga hjá mér. En lögin eru alveg ágæt, útsetningar og spilamennska. Það væri gaman að heyra upplifun annarra, sérstaklega þeirra sem eiga börn á þessum markaðshópsaldri.

hia

6 af 10 stjörnum

This entry was posted in Dómar, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *