MANSTU GAMLA DAGA: JÓLALÖGIN (2009)

manstujolEins og nafnið bendir til eru þetta lög frá fyrri tíð. Elstu lögin tvö eru frá 1954 með Hauki Morthens, „Jólaklukkur“ og Hvít Jól“, síðan er Sigurður Björnsson (Nú árið er liðið) frá 1959, síðan eru 4 frá 1960-1970, en meginþorrinn er frá 1970-1979.

Og þetta er ansi misgott, sumr hefur elst alveg skelfilega og þó að lögin séu nú ekki eldri þá man ég nú ekki eftir þeim nærri öllum.

Auðvitað eru góð lög með eins og „Hvít Jól“ með Hauki, „Jólin koma“ með Villa Vill, „Jólasnjór“ með Villa og Ellý, „Undrastjarna“ og „Jólasveinninn minn“ með Hljómum, „Litli trommuleikarinn“ með Ragga Bjarna og „Snæfinnur snjókarl“ með Bjögga.

Niðurstaðan er sú að þessi plata er ekki nógu góð, lögin hefðu mátt sanna styttri tíma og passa sig á að sleppa lélegum flutningi og lögum. Hefði verið betri einföld.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *