POTTÞÉTT 60 (2013) 2CD 7 stjörnur

scan0001Pottþétt plöturnar íslensku hafa verið forvitnilegar fyrir þær sakir að á þeim má finna fjölda íslenskra laga sem eru ýmist eru gefin út ein og sér af ýmsum ástæðum eða eru af útgefnum plötum og hafa náð á íslenska vinsældalista. Til viðbótar eru svo erlend lög sem hafa slegið í gegn í útlöndunum Ameríku eða Englandi. Fyrirmyndin er auðvitað hinar sívinsælu Now That’s What I Can Music plötur sem hófu göngu sína í Bretlandi 1983, eða fyrir 30 árum.

Erlendu lögin á Pottþétt 60 þekkti ég fæst þrátt fyrir 6 topplög frá USA og UK þar af eitt lag,  Blurred Lines með einhverjum Robin Thicke sem var í efsta sæti USA í 12 vikur hvorki meira né minna og 5 vikur í Bretlandi. Hin topplögin eru Just Give Me A Reason með P!nk (USA), Wake Me Up með Avicii (UK), Waiting All Night með Rudimental (UK), La La La með Naughty Boy og One Way Or Another með One Direction. Og svo er Bruno Mars auðvitað með, Olly Murs, Maroon 5, Christina Aguilera, Bastille, Phillip Phillips, David Guetta, will I am, Tom Odell og Jessie J. sem sum komust á topp 10 en alls ekki öll, en höfðu slegið í geng með fyrri lögum og því rökrétt að giska á vinsældir, sem þarf að gera á íslenskum safnplötum ef lögin eiga eki að vera of gömul.

En aðalatriðið eru íslensku lögin sem er 17 eða 18 í þetta sinn, sem ég held að sé bara met. 17 eða 18? Jú, John Grant á lag á plötunni GMF sem hefur verið vinsælt í íslensku útvarpi.

Hin 17 hafa nokkur toppað íslensku listana hjá Rás 2, Bylgjunni og Tónlist.is. T.d. Friðrik Dór með Glaðasta hund í heimi, Haló með Hjaltalín og Iður með Nýdönsk. Margir kynna hljómleika og viðburði með lagi sem fær kannski spilun í staðinn. Sálin hans Jóns míns, sem er reyndar að taka upp plötu, Hjálmar, Greifarnir, Áhöfnin á Húna, Á móti sól, Ingó og Veðurguðirnir. Og svo eru aðrir kannski að kynna plötur, Dikta, Kaleó og Ljótu hálfvitarnir. Planet Earth með Berndsen er þarna og Betri en þú með Bógó og Lóló, sem ég held að sé bara unnið fyrir auglýsingu!

En þetta er samt bara gaman og er spegill tímans.

Og ekki gleyma því að þessi plata fór auðveldlega í fyrsta sæti, kannski ekki mikið að gerast í íslenskri útgáfu heldur þetta árið.

hia

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *