HJALTALÍN – DAYS OF GRAY (2013) 6 stjörnur

hjaltalindays0003Ég skal viðurkenna það að tilfallandi kvikmyndatónlist sem á að falla að og upphefja kvikmyndir gera sjaldnast mikið fyrir mig nema rétt á meðan ég horfi á myndina.

Nú hef ég ekki séð kvikmyndina Days Of Gray, en geri alveg ráð fyrir því að mynd og hljóð falli hvort að öðru, alla vega sýnist mér það þegar ég gúggla. Vísir segir td að Hollywood Reporter hrósi bæði mynd og músík.

Hjaltalín hafa sett sitt mark á popptónlistarsögu Íslands með góðum plötum og góðum lögun og góðum söngvurum, þeim Högna og Sigríði.

Days of Gray inniheldur 13 lög sem heita Days Of Gray Pt 1 til Pt 13. En þó eru þrjú lög skráð með undirtitla, en það eru einu sungnu lögin.

Tónlistin er öll angurvær, hljóðlát og róleg. Kannski ómþýð og seiðandi líka. Hún gæti líka fallið undir að vera skilgreind sem New Age, Meditation og Yoga tónlist.

Og platan nær ágætum árangri undir öllum þessum merkjum.

Sungnu lögin auk Pt 4 hljóma best í mínum eyrum, en platan er samt ekki að gera neitt fyrir mig.

Ég veit ekki, en tíminn á eftir að leiða það í ljós, en endilega hlustið og segið ykkar hug. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

6 af 10 stjörnur fyrir stóíska ró og ljúfa tóna.

hia

ps Umslagið er eitt það vandaðasta og smekklegasta á þessu ári.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *