ÍSLENSKAR PLÖTUR ÁRSINS 2009

 

004      1.       HAFDÍS HULD Synchronised Swimmers

2.       HJÁLMAR IV

3.       múm – Sing Along To Songs You Don‘t Know

4.       HJALTALÍN Terminal

5.       GUNNAR ÞÓRÐARSON Vetrarsól

6.       MEGAS & SENUÞJÓFARNIR Segðu ekki frá

7.       LAY LOW Flatey

8.       ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR Draumey

9.       EGÓ 6 október

10.   FELDBERG Don‘t Talk To Strangers

DIKTA Get It Together

OUR LIVES We Lost The Race

 

 

Plötur ársins eru valdar úr þeim plötum sem til dóms komu á árinu, en þess ber að geta að Poppheimar Bloggheima byrjuðu 11.11. síðast liðinn og þar af leiðandi ekki öll flóra ársins. 

 Það er ekki ólíklegt að ein eða tvær plötur kæmust inn á listann ef allt væri skoðað en mundi samt ekki breyta öllu.

Ég hef heyrt af flestum þeim plötum sem ekki bærust Poppheimum og aðeins ein þeirra kæmi til greina strax, það er plata Bloodgroup.

 

Tvær efstu plöturnar er þar vegna þess að þær ná því að vera vel samdar og fluttar, einfaldlega pottþéttar poppplötur. Ekki 4 stjörnu plötur en nálægt því. múm og Hjaltalín eru vel heppnaðar tilraunaplötur, næstum því fullkomnar og eiga eflaust eftir að vera endurmetnar annað hvort sem listaverk eða misstök af þeim sökum.

Gunnar og Megas eru með góðar live plötur. Báðir koma skemmtilega á óvart.

Lay Low er sannköluð náttúruplata, tekin upp út í náttúrunni í Flatey með kassagítar einan sem undirspil. Eins og með plötu Gunnars fylgir DVD (eða öfugt), sem undirstrikar gæðin.

Ellen er að gera sína metnaðarfyllstu plötu, góðir strettir þar.

Egó er með poppaða góða plötu, en samt ekki alveg í toppklassanum hans Bubba.

Nýju poppböndin Feldberg, Dikta og Our Lives eru að gera efnilega hluti góðar vel fluttar poppmelódíur sem gefa góð fyrirheit.

 

Sumar þessara platna á eftir að dæma. Þeir dómar mjatlast inn á næstu vikum.  

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *