HELGI BJÖRNS – HELGI SYNGUR HAUK (2013) 6 stjörnur

scan0003Enn og aftur kemur Helgi Björns mér á óvart. Í mínum huga er Helgi rokk/popp söngvari og ég tengi hann við Grafík og Síðan skein sól, framsækin bönd.

Í seinni tíð hafa komið út ógrynni af schlagara plötum með þessum framsækna listamanni. Hann er að syngja tónlist sem mín kynslóð fékk grænar bólur af enda voru bein tengsl á milli þess að þessir ættjarðarschlagarar voru allar stundir spilaðar á íhaldssömu gömlu gufunni á meðan bítlamúsikin var hundsuð á þeim bæ.

En ég reyni að þola þessi lög eins og allar American Songbook schlagarplöturnar frá mörgum af mínum uppáhalds erlendu bítla flytjendum.

En Helgi kemur mér líka enn og aftur á óvart sem söngvari, hann hefur fullt vald á tónlistinni og swingar sig inn í lögin með hljómsveitinni. Og Sigga Thorlacius syngur eins og engill að vanda í Þrek og tár.

Haukur var aldrei í miklu uppáhaldi hjá mér þó ég hafi keypti jólaplötuna og smáskífuna “Gullfoss” (ég vann líka einu sinni á skriftstofunni á Eimskip :)). Ekkert frekar en Dean Martin sem mér fannst alltaf vera raulari. En auðvitið meint á góðan máta. (Schlagerar) bara ekki minn tebolli.

Lögin eru auðvitað góð þegar maður ýtir fordómunum til hliðar. Til er fræ, Suður um höfin, Þrek og tár, Ó borg mín borg og Í faðmi dalsins. Og hljómsveitin The Capital Dance Orchestra frá Berlín (þrátt fyrir amerískt nafnið) skilar sínu í gamaldags stríðsárastíl óaðfinnanlega.

Helgi er búinn að sanna sig með öllum hestaplötunum, dægurfluguplötum og þessari plötu. Hann selur margfallt fleiri plötur en hann gerði með Grafík og SSSól.

Og hann fer í fyrsta sæti í hvert skipti.

Allir gefa ömmunum Helga í jólagjöf, hvort sem þær eiga spilara eða ekki!

En  …. endilega komdu samt einhvern tímann aftur til baka Helgi minn.

hia

6 stjörnur af 10

Umslagið er ágætt og alltaf gaman af svona heimildamyndum á DVD um gerð platna þó þessi segi ekki mikið.

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *