HLJÓMAR – FYRSTI KOSSINN – HLJÓMAR í 50 ÁR (2013) 8 stjörnur

scan0004Hljómar eru frumkvöðlar íslenskrar dægurtónlist hvernig sem á það er litið.

Kannski vantar mikið upp á. Plöturnar endurspegluðu alls ekki þessa rokkuðu stuðhljómsveit, sem gerði strax vandaðar poppplötur með ævintýralegum útsetningum.

Ég man sem 11 ára gutti hvað ég var stoltur af fyrstu smáskífu Hljóma Fyrsti kossinn og Bláu augun þín og söng þau hástöfum fyrir í leik í Netagerðinni í vesturbænum til forna.

Ertu með var á næstu smáskífu.

Svo kom Hljómar, fyrsta breiðskífan með lögum eins og Þú og ég, Sveitapiltsins draumur (California Dreaming), Hringdu, Miðsumarsnótt eftir Þóri Baldursson úr Savannatríóinu, Lovin’ Spoonful lagið Um hvað hugsar einmana snót, Heyrðu mig góða, Æsandi fögur, Gef mér síðasta dans, Peningar eftir Rúnar Gunnarsson, Syngdu og Þú ein.  Topp plata.

1968 kom síðan út platan Hljómar (aðgreind sem Hljómar II). Shady var þá komin í bandið og fulltrúar hér eru Ég elska alla, Lífsgleði, Regn óréttlætis, Saga dæmda mannsins, Ástarsæla, Er hann birtist, Ég mun fela öll mín tár og Að kvöldi dags, allt góð lög.

Bara við tvö og Þú varst mín koma af smáskífu frá 1968.

Næsta Hljómaplata kom ekki út fyrr en 1974 og.hét Hljómar 74. Hreint frábær plata sem seldist ekki mikið á aldarafmælisárinu enda sungin á ensku í land þjóðrembunnar. Tasko Tostada og Silver Morning eru einu fulltrúar þeirrar plötur í þessu safni.

Hljómar gerðu næst plötu 2003 sem hét auðvitað Hljómar. Þessi plata fór framhjá mörgum. Hér eru lögin Mývatnssveitin er æði, Til Íslands, Við saman, Sameinumst öll, Gamli bærinn minn, Tregagleði og Veröld sem var. Alveg ágæt plata.

2004 kom síðasta plata Hljóma sem hét því frumlega nafni Hjómar. Þaðan eru lögin Bless á meðan, Geggjuð ást og Þar sem hamarinn rís.

Auk þess er Thor’s Hammers lögin A Memory og I Don’t Care frá 1966 og Show Me You Like Me og By The Sea.

Það er gaman að fara í gegnum þessa plötu en hún er ekkert sérlega fókusuð, en lögin eru öll góð.

Á þriðja diskinum eru Hljómalög flutt af hinum og þessum. Þú og ég, Stjórnin, Á móti sól, Sixties, Bítlavinafélagið og fleiri auk skrýtnu útgáfunnar með Hljómum úr kvikmyndinni Svartur á leik. Þessi plata er alveg út í hött með orginölunum, hefði átt að koma út sér. Það hefði fgrekar mátt vera ein  plata í viðbót með Hljómum. Kannski er hún þarna til að sanna yfirburði Hljóma?

Myndbandið er yndisleg upprifjun, frábærar myndir og Ásgeir Tómasson alveg með þetta.Hljómar í 40 ár heitir þátturinn. Síðan eru afmælistónleikar Hljóma  og safn sjónvarpsupptaka Þetta gamla góða,  sem eru hreint frábærar gersemar.

hia

8 af 10 stjörnum (hefði fengið 10 af 10 ef cover platan hefði ekki verið með 🙂 )

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *