HALLUR INGÓLFSSON – ÖRÆFI (2013) 6 stjörnur

scan0012Hallur Ingólfsson er fjölhæfur tónlistarmaður. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús, sjónvarp, útvarp, hann hefur samið dansverk. Hann hefur gefið út plötur með Bleeding Vulcano, XIII (Thirteen), Ham og Skepna sem gaf út plötu á árinu ef ég skil rétt.

Öræfi er sólóplata Halls með lögum sem eru í kvikmyndalagastíl (er kannski líka kvikmynd) sem er ein hlið Halls í músíkinni. Hann býr til “mynd” í músík um Öræfasveit og lögin sem öll eru án söngs heita til dæmis Hamrar, Eyði, Björg, Skörð, Skriður, Tindar, Sandar, Drangar og Horn sem eru allt orð sem geta haft meira en eina meiningu. Líkt og nafn plötunnar ör-æfi?

Gítarleikurinn er aðalhljóðfærið á plötunni þó að píanótónur spili líka laglínur. Hallur spilar á allt eins og oft áður, nema hvað Þorbjörn Sigurðsson spilar á píanó.

Kvikmyndatónlist er ekki minn kaffibolli sem slík, en kvikmyndatónlist á marga aðdáendur á Íslandi. Og þessi tónlist er með þeirri bestu sem ég hef heyrt. Og ef mér veitist sá heiður að vera áfram í útvarpi þá er ekki ólíklegt að ég leiti að stefi á þessari plötu einhvern tímann.

En Skepnan er meira í mínu sauðahúsi 🙂

hia

6 stjörnur af 10

Flott forsíða á albúminu.

 

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *