NYKUR – NYKUR (2013) 7 stjörnur

scan0010Flott melódískt rokk.

Guðmundur Jónsson, gítarleikari og aðallagasmiður Sálarinnar hans Jóns míns, er lykillinn að þessu bandi og af þessari plötu. Öll lögin hefðu alveg eins notið sín með Sálinni, en hins vegar nýtur gítárleikurinn sín á fullu hér á meðan tónlistin hefði örugglega verið öðruvísi útsett með Sálinni. Samburður milli söngvaranna er óþarfur. Bæði Stefán Hilmarsson í Sálinni og Davíð Þór Hlinason er frábærir söngvarar. Birgir Jónsson er einn af betri trommurunum í dag og leikur með Dimmu líka. Jón Ómar Erlingsson er síðan bassaleikarinn.

Lögin er hvert öðru móttækilegra, áhrifavaldar virðast fyrst og fremst vera annarar kynslóðar rokk böndin, það sem við kölluðum iðnaðarrokk til að gera upp á milli rokkbandanna sem byggðu meira á blús og komu oftar frá Ameríku og Ástralíu og voru svona meiri copycats.

Rokk og þungarokk hefur fengið mikinn hljómgrunn meðal hljómleikagesta og plötukaupenda undanfarin ár og hljómsveitirnar Skálmöld, Dimma, Sólstafir, Vintage Caravan allar komið með frábærar plötur. Hins vegar hefur spilun í útvarpi ekki verið mikil þrátt fyrir það að þetta er frábær útvarpmúsík að mínu mati.

Reyndar eru lögin á ofangreindum plötum mörg í lengra lagi, en það er talað allt of mikið í útvarpi hvort eð er. En lög Nykurs er reyndar í útvarpsvænni lendg 3-5 mínútur 🙂

Mörg laganna á Nykur eru mjög góð, góðar melódíur og flott riff. Svipir fara á stjá, Illskufullar kenndir, Hátt (flott riff), Leiðin er fær, Þrá og Hinn útvaldi, allt topp lög.

En samt er eitthvað sem sannfærir mig ekki, vantar eitthvað upp á. … en elska gítarleikinn, kraftinn og melodíurnar.

hia

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *