ERLENDAR PLÖTUR ÁRSINS 2009

u2

 1. U2 No Line On The Horizon
 2. BOB DYLAN Together Through Life
 3. IAN HUNTER – Man Overboard
 4. BRUCE SPRINGSTEEN Working On A Dream
 5. JOHN WESLEY HARDING Who Was Changed And Who Was Dead
 6. LOW ANTHEM Oh My God Charlie Darvin
 7. TINARIWEN Imidiwen: Companions
 8. YUSUF Roadsinger
 9. WILCO Wilco
 10. STEVE EARLE Townes

U2 á að mínu mati bestu plötu ársins. Hún er ekki auðmelt poppplata þó þarna séu léttar og klassískar U2 melódíur. Get On Your Boots er bestu funky lagið þeirra til þessa, Magnificent er klassískt U2 og titillagið

Bob

Bob Dylan átti gott ár. Platan Together Through Life varð til vegna beiðni um ákveðna gerð af lagi í kvikmynd og úr varð heilsteypt plata með New Orleans, crooner, 50s og Tex Mex feeling. Hann endurtók feelinginn á velheppnaðri jólaplötu í lok ársins.

Ian

Ian Hunter varð 70 á árinu, endurreisti Mott The Hoople fyrir nokkra vel heppnaða hljómleika og gerði þess líka frábæru plötu.

Bruce

Bruce Springsteen hefur verið að gera ágætar plötur á undanförnum árum en ekki alltaf eftirminnilegar í heild. Þessi er í betra lagi með frábæri titillagi og öðru mjög sérstöku lagi sem er í Woody Guthrie anda, Outlaw Joe.

john

John Wesley Harding hefur ekki gefið mikið út af plötum á undanförnum árum. Hans ferill tók aldrei neitt flug, en hann gerir ágætar plötur annað slagið. Nýja platan hefði verið snilld einföld enda mörg mjög smellin og poppuð lög með beittum húmor textum.

low

Low Anthem er að mínu mati bjartasta vonin á árinu. Þau eru dálítið quirky og odd, hrá og minimalisk en hæfileikarnir og melódíurnar eru góðar.  Og myndbönd á YouTube skemmtileg.

tinariwen

Tinariwen er að ná hæstu hæðum eftir þrjár ok plötur, en þeim var mikið hampað af Robert Plant ekki alls fyrir löngu, enda fóru Page og Plant dálítið í þessa átt á sínum tveimur plötum saman. Einnig má bera þá saman við Graceland (Paul Simon) etc.

yusuf

Yusuf er Cat Stevens endurfæddur í trú. Hann lét sig hverfa um langt skeið og afneitaði tónlist sinni um tíma. Þetta er önnur plata hans eftir endurkoma og býsna góð, og hann virðist vera á ná fyrri gæðum.

wilco

Wilco platan er líklega ein af tveimur plötum hér (ásamt Dylan) sem sést á öðrum listum. Þetta er skikkanlega poppuð plata frá góðu bandi með ágætum lögum. En ekki þeirra besta samt. You & I er frábært lag.

steve

Cover plötur eru oft ágætar en stórt spurningamerki hvort þær eigi ekki heima á sér listum. Steve Earle coverar hér Townes van Zandt með Poncho og Lefty og alles. En hann gerir lögin að sínum.

This entry was posted in Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

5 Responses to ERLENDAR PLÖTUR ÁRSINS 2009

 1. Kristján Kristinsson says:

  Ertu í vinnu hjá Rolling Stones?
  Án gríns þá er ég ekki sammála þér en smekkur manna er misjafn. Ég gaf U2 séns en eftir nokkrar hlustanir þá gat ég ekki meir. Finnst nýji diskurinn einfaldlega lélegur, með því lélegra sem þeir hafa gert. Ekki gott U2.

 2. Kristján says:

  Rolling Stone átti það að vera.

 3. Halldór says:

  Kristján, ég hef skrifað fyrir Billboard, Music Week, Moggann, Vísi, Vikuna, Þjóðviljann og kannski eitthvað meira, en ekki ennþá Rolling Stone og hef ekki lesið blaðið lengi.

 4. Kristján says:

  Þú mátt ekki taka þetta óstinnt upp. Þetta er bara listi eins og Rolling Stone myndi birta. Annars er ágætt að skoða þessa síðu: http://www.metacritic.com/music/bests/2009.shtml . Hér er búið að taka saman árslista flestra engilsaxneskra tímarita. Þar sést að nýjasti diskur Animal Collective af flestum talinn diskur ársins. Enda frábær.
  Með kveðju.

 5. halldor says:

  Takk Kristján, þetta eru skemmtilegir listar. Sé að Rolling Stone var sammála mér. 2009 var ekkert sérstakt plötuár að mínu mati og ég er líka á því að fullt af þessum plötum sem voru á listum ensku og amerísku popppressunnar voru ágætar þar með talið Animal Collective, Kasabian, Manic Street Preachers, Florence, Xx etc. En hvar eru Muse og aðrar hetjur fyrri ára, gera þeir handónýtar plötur strax árið eftir?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *