RAGGI BJARNA – FALLEG HUGSUN (2013) 9 stjörnur

scan0018Raggi Bjarna er búinn að vera í bransanum um langt skeið, en fyrstu smáskífurnar komu út 1954 eða fyrir 59 árum síðan, en það var ekki fyrr en 1971 sem Svavar Gests gaf út fyrstu breiðskífu Ragnars Bjarnasonar.

Á nýju plötunni, Falleg hugsun, sem er líklega besta og metnaðarfyllst plata Ragnars frá upphafi þó að hann eigi fjölmörg frábær lög að baki.

Jón Ólafsson stjórnar upptökunum og tekur sjálfur upp, sér um útsetningar og spilar á píanó, orgel, víbrafón, marimba og raddar. Og sem þrjú laganna. Og Jón er vandvirkur.

Það sem gerir þessa plötu góða eru númer eitt tvö og þrjú: Góð lög! Og Góðir textar! Og það að lögin eru öll í rólegri kantinum, smá jazzy, mikið píanó og klarinettið hans Sigga Flosa skreytir vel.

Raggi Bjarna fer létt með lögin, sem passa vel að raddsviðinu og stílnum hans.

Lögin hans Jóns Ólafs eru: Í þjóðarbókhlöðunni við frábæran texta Kristjáns Þórðar Hrafnssons (Gunnlaugsson), Easy Come Easy Goes við texta Ólafs Hauks Símonarsonar og Falleg hugsun við texta Kristjáns Hrafnssonar. Hvert öðru betra og með betri textum ársins, eins og reyndar flest allir textarnir á plötunni.

Valgeir Guðjónsson á tvö lög á plötunni, Þetta lag og Hvað ef, bæði mjög góð í skemmtilegum gömlum stil.

Magnús Þór Sigmundsson á heilræðavísuna Sestu hérna hjá mér sonur og nafni hans Megas á annað: Mannkynssögusönginn við skrýtinn og skemmtilegan texta Þorvaldar Þorsteinssonar.

Ég gerir ráð fyrir því að Jón Jónsson, sé Jón Ragnar Jónsson, sem hefur gert það gott í fótboltanum líka, sem á lagið Það styttir alltaf upp, sem er eins og sérsaumað fyrir nafna hans.

Það sama má segja um flest laganna og Hvar er vorið? er engin undantekning. Bragi Valdimar Skúlason, sem er án efa afkastamesti laga- og textasmiður landsins í dag (og klikkar ekki á gæðunum heldur), á bæði lag og texta.

Kristján Hreinsson, á tvo texta í viðbót. Annars vegar Bara þitt besta við lag Þorgeir Ástvaldsson, sem semur hér létt og lipurt lag: ” … eina lausnin er … að gera bara þitt besta”. Raggi Bjarna semur sjálfur hitt lagið Hlið við hlið.

Textarnir eru margir heilræða og minningartextar í sama stíl og Frank Sinatra gerði oft á seinni hluta ferilsins.

Falleg hugsun er falleg og heilsteypt plata, sem er ljúft að hlusta á.

9 af 10 stjörnum

hia

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *