Næsti dagur og glæstar vonir

Collages

PLÖTUSKÁPURINN föstudaginn 13 er í umsjá Halldórs Inga Andréssonar.Í þessum þætti læitur hann yfir liðið ár og spilar lög af bestu plötunum sem bæst hafa í Plötuskápinn hans á árinu.

“Í kvöld lítum við yfir farinn veg þetta árið, plötur sem hafa ratað í einkasafn mitt fyrst og fremst, og hvað mér finnst merkilegast á árinu. Án efa finnst einhverjum minn smekkur sérvitringslegur en það líklega líka ástæðan fyrir því að ég er með þátt á Rás 2.

Músik áhuginn hefur ætið farið um víðan völl; popp, rokk, meira að segja jazz og klassík, reggae, folk, pschydelidelc, progressive, metal, íslenskt, heimstónlist, hip hop, indie, kraut rock, experimental …. ég gæti haldið áfram,  allt er þetta músík og og ef það er gott þá endar það í plötusafninu eða Plötuskápnum eins við skulum kalla það.

Íslensk plötuútgáfa þetta árið hefur ekki verið merkileg. Mjög lítið af merkilegum plötum og að sjá listann yfir útnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna þá er ekki ólíklegt að John Grant hreppi öll verðlaun þar, enda gerður að Íslending án ríkisborgararéttar. En það komu auðvitað nokkrar ágætar plötur eins og Megas og Bragi Valdimar, Bubbi, Emiliana, Skepna, Kaleo, Rúnar Þórisson og fleiri. Dimma kom með góða hljómleikaplötu og ég efast ekki um að hljómleikaplata Skálmaldar og Sinfóníunnar verði góð. Of Monsters and Men gerði góða hluti erlendis á árinu, en frami Jóns Jónssonar og Ásgeirs (Trausti) á erlendri grund hefur látið á sér standa, en hver veit.

Í útlandinu hefur ýmislegt gerst. David Bowie byrjaði árið með látum. Það kom út plata eftir margra ára bið næstum fyrirvaralaust í byrjun árs og setti árið í gang. Árið hefur samt ekki verið neitt sérstakt, fullt af ágætum plötum en fáar mjög merkilegar. Eldri listamenn hafa verið mistækir eins og við er að búast. Paul McCartney kom með nýja góða plötu, Rolling Stones héldu hljómleika í Hyde Park og gáfu út hljómleikaplötu. Bob Dylan gaf út Bootleg Series númer 10 með Self Portrait efninu og tengdu, Complete Recordings með auku 2ja diska safni Side Tracks, sem engan veginn uppfyllir hvorugan titilinn en sam. Og það komu milljón sjóræningjaplötur með honum sem hægt er kaupa á Amazon.

Ray Davies hefur sagt að hann komi með nýja plötu á næsta ári, en bróðir hans Dave kom með góða plötu á árinu og Muswell Hillbillies kom út í viðhafnar útgáfu í haust.

U2 gerðu lag fyrir væntanlega Nelson Mandela kvikmynd sem fór dreifingu nokkum dögum fyrir dauða Mandela. Og þeir boða nýja plötu á komandi ári eins og Roger Waters, Bruce Springsteen, David Crosby og Mike Oldfield.

King Crimson hafa boðað endurkomu sína næsta haust með Jakko Jackzyk í fararbrobbi, og það kæmi ekki á óvart þó ný plata fylgdi með, þó það hafi ekki komið fram. En í ár fengu Red og USA 40 ára yfirhalningu og Red meira að segja 24 diska viðhafnarútgáfu: The Road To Red.

Auðvitað var ýmislegt meira að gerast 2013 sem ég fjalli ekki um, Artic Monkeys, Arcade Fire, Roy Harper, Kanye West, Laura Marling, Vampire Weekend, Nick Cave, Bill Callahan svo einhverjir sé nefndir af þeim sem mér líkaði við líka. Og kannski fæ ég tækifæri til að kynna þau á næsta ári.

nb Næsti dagur og bjartar vonir? Jú plata ársins er The Next Day með David Bowie og ein af plötum næsta árs er High Hopes með Bruce Springsteen :)”

This entry was posted in Fréttir, Tilkynningar, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *