BUBBI – ÆSKU MINNAR JÓL (2013) 7 stjörnur

scan0024Loksins, loksins kom út jólaplata með Bubba!

Ok, ég var ekki að bíða eftir jólaplötu frá Bubba. Einhvern veginn fannst mér það ekki alveg Bubbi. Þetta er jólaplatan sem átti að koma út í fyrra, en hún ekki út þar sem ekki hafði verið aflað leyfis fyrir útgáfu og nýjum texta á lagi John Lennon, Across The Universe.

Across The Universe er ekki á nýju jólaplötunni, en þau eru 11 í stað tíu núna, sem sagt tvö ný jólalög.

Þetta er ekki ágæt Bubba plata en ég fer ekki neinn jólaham. Lögin eru í 50s/60s stíl og minna mig á Hauk Morthens jólaplötuna án orgelsándsins, og cowboy söngva og 50s gítarsándið, svona Ghost Riders In The Sky eins og í laginu Grýla er hætt að borða börn.

Bugsy Malone kemur líka upp í hugann, lögin minna á Paul Williams í Bugsy Malone eins skrýtið og það er.

En það er ekkert að því, lög eins og Gleðileg Jól, Snjór, Jóla Jólasveinn og Gjöfin í ár ættu öll að síast inn í landann á safnplötum framtíðarinnar, þó önnur lög séu góð, eins og Jólarósin, Hátíð var í bæ og Gleym mér ei eru líka ágæt.

Þetta er ágætis plata, lymskulega góð.

Heitið Æsku minnar jól vísar í æsku Bubba og þá tónlist sem var í kringum hann um jólin  þá og hans upplífun af jólunum í æsku.

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *