RÚNAR ÞÓRISSON – SÉRHVER VÁ (2013) 8 stjörnur

scan0020Rúnar Þórisson er einn af bestu gítarleikurum landsins og einn af stofnendum Grafík. Rúnar hefur alltaf verið leitandi í músík og skapandi.

Sérhver vá kemur í kjölfar plötunnar Fall, sem kom út 2010 og þar áður Ósögð orð og ekkert meir árið 2005.

Flest laganna eru sungin að þessu sinni en tvö laganna eru án orða, Meðan öndin vakir og Í skúmaskotum sem er þó raddað, sem eru afar góð lög.

Dætur hans þær Lára og Margrét syngja og radda með Rúnari sem syngur sjálfur á plötunni,nokkuð sem hann hefur ekki lagt mikið fyrir sig. Lára og Margrét eru góðar söngkonur og Lára stóð sig glæsilega með Áhöfninni á Húna í sumar sem leið. Þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Arnar Þór Gíslason, eiginmaður Láru og trommari voru einnig með í Húna og hljómsveit Múgisonar, sjá um rythmageirann á plötunni.

Rúnar semur alla tónlist og texta. Fuglar og Englar eru leiðandi yrkisefni, en Rúnar tileinkar plötuna Örnu konu sinni.

Lagið Fugl, Sérhver vá, Af staðÉg og þú og máninn og  Í huga þér má benda á sem mjög góð lög

Fugl og Í huga þér hafa verið í spilun í útvarpi í haust og platan hefur fengið ágætar viðtökur, enda ein af bestu plötum ársins.

8 af 10 stjörnum

hia

 

 

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *