KK & ELLEN – JÓLATÓNLEIKAR MEÐ KK & ELLEN (2013) 7 stjörnur

scan0026

Jólatónleikar með KK og Ellen var tekinn upp í Hörpunni fyrir ári síðan.

Tónlistin er aðallega jólalög, en líka nokkur af þekktari lögum þeirra.

Platan er ljúf og lágstemmd og hátíðleg. Ellen, með þessa fallegu, mjúku rödd og bróðir hennar KK með sína hásu, heimakæru rödd. Með þeim á plötunni eru meðlimir í fjölskyldunni, Elín, Sígríður og Elísabet, dætur Ellenar og Eyþórs Gunnarssonar, sem er að sjálfsögðu með og setur sitt fágaða mark á allt spil. Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum minnir mig að sé tengur inn í fjölskylduna er með, auk Magga Eiríks og Mugison sem koma líka við sögu.

Yfir fannhvíta jörð, Hin fyrstu jól, Nóttin var sú ágæt ein, Englakór frá himnahöll, Við kveikjum einu kerti á, Á dimmri nótti (Ellen og Mugison) og, Gleði og friðarjól, og hin léttu Meiri snjó og Snæfinnur Snækarl.

Þau flytja líka When I Think of Angels og Paradís eftir KK og Ómissandi fólk af plötu KK og Magga Eiríks.

Gott dæmi um góða hljómleika sem eru teknir upp í hinu stórkostlega húsi Hörpunni.

Og svo má ekki gleyma því að hljómleikarnir fylgja með á DVD (eða öfugt 🙂 ) …. og safnplötu með Úrvali lagalaga með KK og Ellen.

Yndælt og jólalegt.

hia

7 stjörnur af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *