SIGRÍÐUR THORLACIUS – JÓLAKVEÐJA (2013) 6 stjörnur

scan0025

Platan Jólakveðja frá Sigríði Thorlacius inniheldur framsamin lög eftir þá Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason, en textarnir/ljóðin eru eftir Davíð Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Jón Óskar og Einar Braga, Jakobínu Sigurðardóttur og Höllu Eyjólsdóttur, samin frá 1900 til 2000.

Sigríður Thorlacius hefur þessa fáguðu, öguðu og fallegu rödd í anda Ingibjargar Þorbergs og tónlistin er dálítið í anda 6 áratugarins, glys og kaupajólin rétt ókomin og “heilagur andi” hafði enn yfirhöndina.

Tónlistin er líka dálítið djössuð, píanó, bassi, trommur og gítar. Minnir líka dálítið á Gling Gló plötuna hennar Bjarkar Guðmundsdóttur.

En allt eru þetta ný lög og það eru ekki nema örfá jólalög sem ná eyrum og huga fólks og bætast í hóp vinsælustu jólalaga lengur.

Góð og ljúf plata, vel sungin, vel flutt, en lögin ekki sérlega líkleg til að lifa til næstu jóla, nema þó … Ljósin frá í gær.

hia

6 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *