SKEPNA – SKEPNA (2013) 9 stjörnur

scan0032Hallur Ingólfsson er fjölhæfur strákur sem hóf feril sinn sem trommuleikari og á til með að taka í kjuðana ennþá.

En í dag er hann líklega þekktast fyrir vinnu sína í leikhúsi og kvikmyndum.

Og hann gaf út góða sólóplötu “Öræfi” fyrir skemmstu, sem er instrumetal plata og hefur fengið góðar viðtökur.

En nokkru fyrr á þessu ári kom út þessi líka topp rokk plata, Skepna.

Skepna er líka nafn hljómsveitarinnar sem Hallur frontar. Með honum í bandinu er Birgir Jónsson, trommari, sem er líka í Dimmu og mörgum öðrum böndum. Og Hörður Ingi Stefánsson spilar á bassa, en líklega ekki á plötunni, ef ég skil rétt.

Þetta er kjarngott rokk; bassi, gítar, trommur og söngur. Allt tekið beint upp og saman í stúdíóinu. Hallur syngur og spilar á gítar og allt morandi í riffum, góðum textum, og skemmtilega gamaldags, 70s rokk 🙂

Markmið Skepnu er að gera hrátt og kraftmikið rokk sem fjallar um líf fólks í dag. Upptökurnar voru það sama skapi með einfaldasta móti, gítar, bassi, trommur og söngur allt tekið upp einu sinni og engu hlaðið ofan á. Semsagt rokk eins og það kemur af skepnunni.”

Lagið Hungur var nokkuð spilað í útvarpinu í haust, en lögin Einn núll einn, Heimsendir, Svarthol og Sjúkrabill eru öll hörkugóð.

Þetta eru kjarngott band sem ég hlakka til að heyra meira frá, og sjá á tónleikum.

9 stjörnur af 10!

hia

n.b. flott umslag

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

2 Responses to SKEPNA – SKEPNA (2013) 9 stjörnur

  1. Maggi says:

    Ein sú allra besta plata sem kom út á árinu.

  2. jim says:

    Frábært record! Hallur sendi eintak til mín til að hjálpa mér læra íslensku. Gott hjá honum! Alveg mögnuð lög. Vonandi ég get séð Skepnu in concert einhvern tíma á íslandi. Rock on!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *