ÝMSIR – ÁRIÐ ER – ÍSLENSK DÆGURLAGASAGA 1983-2012 (2013) 8 stjörnur

scan0036Árið er … eru vel heppnaðir útvarpsþættir sem þeir Skagamenn Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson hafa unnið fyrir Rás 2 frá því í maí síðast liðinn. Rás 2 varð þrítug í ár (helgina eftir uppsagnirnar) og hafist var handa við þættina að því tilefni, enda líklegt að Rás 2 sérstaklega,  og fyrst og fremst íslenskra útvarpsstöðva hafi ýtt undir íslenska tónlist og gefið flestum tegundum dægurtónlistar rými í dagskránni, og hefur átt gífurlegan þátt í útbreiðslu íslenskrar tónlistar frá 1983, á meðan dægurtónlist var hornreka í útvarpinu fram að því.

Auðvitað hefði átt að gefa út 30 tvöfaldar Árið er … plötur, en þetta er ágætis byrjun og nokkuð skemmtilega valin. Vissulega hefði ég sleppt nokkrum en valið mörg önnur í staðinn (held ég). Eins og við gerð þáttanna, hafa þeir Ásgeir og Gunnlaugur vandað vel til lagavals og stuttur texti með hverju lagi er hnitmiðaður og vel saminn að hætti góðra útvarpsmanna.

Auðvitað er stiklað á stóru, margir þekktari og vinsælli listamenn áttu mun meira í tónlistarsögunni síðustu 30 ára en á móti kemur er fjölbreytnin meiri í staðinn.

Platan byrjar í Garden Party (Sprett úr spori) með Mezzoforte og endar á Leyndarmáli með Ásgeir Trausta. Þarna á milli má finna lög með Bubba, Stuðmönnum, GusGus, Emilíönu Torrini, Lay Low og Björk, Diktu, Quarashi, Nýdönsk og Grafík, Bjartmari, Megasi, Pál Óskari, Mugison og KK svo eitthvað sé nefnt.

Góður vitnisburður um íslenska tónlist í 30 ár þó að sumir af þeim stærri eigi mun meira í þessum 30 árum en Árið er kemur til skila á þessum fjórum plötum.

8 af 10 stjörnum

hia

nb. gott viðeigandi umslag

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *