POTTÞÉTT 61 (2013) 7 stjörnur

scan0037Pottþétt 61 verður ein af söluhæstu plötum fyrir jólin 2013. Út af hverju? Jú það er fastur liður!

Og hvað á að gefa unglingunum?

Jú. Það er Steinar með Beginning, Miley Cyrus, Bruno Mars, Lorde, One Direction auðvitað, Selena Gomez, Taylor Swift (kannski bara í USA) og Pottþétt 61.

Vinsælustu lögin í Bandaríkjunum  og Bretlandi eru ekki lengur spiluð í Íslensku réttrúnaðar útvarpi og kannski þekkja íslenskir krakkar ekkert annað en One Direction.

6 fyrsta-sætis-lög eru á plötunni bæði topplögin hennar Miley Cyrus, Wrecking Ball (US/UK) og We Can’t Stop (UK), Roar með Katy Perry (US/UK), OneRepublic með lagið Counting Stars (UK), Martin Garrix og lagið Animals (UK) og Jason Derulo & 2 Chainz með lagið Talk Dirty (UK) komust öll í 1.sætið. En klikka á Lorde, Macklemore & Ryan Lewis, Daft Punk, Ellie Goulding og Enimen og Rihanna.

Önnur erlend lög eru með Britney Spears, Avicii, Pink, Pitbull, Arctic Monkeys, James Blunt meðal annars.

En aðal atriðið og það sem spilað er í íslensku útvarpi, íslensku lögin. Þau eru komin í meirihluta hér og mörg hver orðin ansi vinsæl.

Steinar er hér með Up, Drangar með Bál, Baggalútur og Mamma þarf að djamma, Viva La Brea með Steed Lord og JFM, E bisst assökunar með Markúsi og hljómsveit, Feel For You með Jóni Jónssyni, Automobile með Kaleo og Speed of Dark með Emiliönu Torrini.

Og rúsínan í pylsuendanum sem gefur auka stjörnu er lagið Where Dreams Go To Die með NýDönsk, en því miður ekkert Sweet World með John Grant sem hefði bætt 2-3 stjörnum við.

En fín Pottþétt plata þessi jól.

hia

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *