SKÁLMÖLD & SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS – ELDBORG 2013 (2013) 10 stjörnur

scan0038Skálmöld gaf út sína fyrstu plötu plötu, Baldur, undir loks árs 2010 og ég sá þá fyrst á útgáfutónleikum í Tjarnarbíói í byrjun árs 2011 og var upp frá því aðdáandi Skálmaldar þrátt fyrir að vera lítið hrifinn af barkasöng.

Baldur er rokkópera með samfelldri sögu í textum og tónlist. Á hljómleikunum í Tjarnarbíói voru þeir með sögumann sem las textann úti í sal og setti magnaðan blæ á tónleikana ásamt ljósshowi með viðeigandi myndum.

Börn Loka, sem kom út 2012, er líka rokkópera, framhald af Baldri. Skálmöld hefur vaxið mikið á þessum þrem árum og eru eftirsóttir á þungarokks hljómleikahátíðum erlendis.

Hljómsveitin er nokkuð klassískt rokk band, en erlendis eru til milljón skilgreiningar á rokki. Battle Metal eða Viking Metal nefna þeir sjálfir á heimasíðu sinni sem lýsingu á tónlistinni.

Lögin er melódísk, taktmikil og eftirminnileg. Textarnir eru vel samdir eftir gömlum hefðum. Þeir eru flestir, ef ekki allir, vel menntaðir í tónlist og hafa komið víða við í alls kyns hljómsveitum og í störfum.

Tónlist Skálmaldar fær svo sannarlega nýja vídd með Sinfóníunni og kórunum þremur. Upphafslagið á plötunni er nýtt, Innrás, og samið af Haraldi V. Sveinbjarnarsyni, sem sér um sinfónískar útsetningar auk Arnþórs Þórarinssonar.

Þessar útsetningar eru undantekningalaust smekklegar og falla vel að tónlist Skálmaldar, þær eru um margt frábrugðnar hefðbundnum útsetningum á rokkmúsík fyrir sinfóníu og mun frumlegri oft á köflum, til dæmis í Kvaðningu.

Reyndar finnst mér upptakan, hljóðblöndunin eða mixið hefði mátt vera mun kraftmeira, það er eitthvað, eitthvað smá kæfandi sándið, en það er reyndar oft í íslenskum hljómleikaupptökum.

Á plötunni eru 11 lög, þar af 4 af Baldri og 6 af Börnum Loka. Árás, Sorg, Kvaðning og Baldur af Baldri og Narfi, Gleipnir, Hel, Miðgarðsormur, Fenrisúlfur og Loki af Börnum Loka.

Á myndbandinu sem fylgir eru auk þess 6 lög til viðbótar, Heima, Upprisa, Hefnd, Dauði og Valhöll af Baldri og Sleipnir af Börnum Loka.

Magnaðir hljómleikar, útsetningar og samspil. Klárlega útgáfa ársins.

hia

10 af 10 stjörnum.

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

2 Responses to SKÁLMÖLD & SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS – ELDBORG 2013 (2013) 10 stjörnur

  1. Guðmundur Árnason says:

    Skálmöld lyfti synfóf upp á hærra plan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *