DUSTY MILLER – MUSIC BY DUSTY MILLER (2013) 6 stjörnur

scan0053Ég hef aldrei heyrt neitt um hljómsveitina Dusty Miller. Ég fletti nafninu upp á Wikipedia, þar eru nokkrir Dusty Millerar en enginn sem tengir. Þar fyrir utan er Dusty Miller samheiti á nokkrir plöntum sem ég held að eigi það sameiginlegt að vera “silki” plöntur, loðnar. (jú og svo á ég lag með Alison Krauss sem heitir Dusty Miller, instrumental með fiðlu og banjói, alls óskylt held ég).

Músíkin er reyndar silkimjúk, stundum í ætt við Steely Dan, stundum Blood Sweat & Tears, jazz funk rokk með mildum tón. Dálítið amerískt, 70´s – gamaldags. Söngvarinn Elvar Örn Friðriksson er góður, með sterka rödd, af sama meiði og Jökull Júlíusson í Kaleo.

Tómas Jónsson spilar á hljómborð og hans spil er mjög áberandi. Hammond, Rhodes, Wurlitzer og píanó. Elvar spilar líka á hljómborð. Rögnvaldur Borgþórsson spilar á gítara og strengja hljóðfæri, Kári Árnason spilar á bassaon Ingi Ingvason á trommur.

Músíkin er öll hljómtíð og kunnugleg, en reyndar ekki afgerandi við fyrstu hlustun. Vel gert, góðar útsetningar, vel spilað, vel sungið, góður feelingur, en lögin grípa ekki nógu vel.

Það er kannski ástæðan að ég beið þetta lengi með dóminn. Ég vildi spila hana meira, þrátt fyrir að eiga mikið af góðri músík til að spila.

Með meiri spilun heyrði ég meira gott spil, góðan söng, þægilega músík. En ég fjarlægðist lögin. Þau minna á mig á Kanann (útvarpið) rétt áður en það hætti að heyrast (landsfeðurnir þurftu að hafa vit fyrir okkur 🙂 ).

En þetta er ungt mjög spennandi band sem á að eiga framtíð fyrir sér. Nokkuð gott.

hia

6 stjörnur af 10

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *