SG HLJÓMPLÖTUR (Sena) 3CD 8 stjörnur

sg0001

Hljómplötuútgáfan SG hljómplötur var stofnuð í júní 1964, eða fyrir sléttum 50 árum. Hins vegar kom síðasta plata útgáfunnar í 20 árum síðar eða fyrir 30 árum. En tónlistin hefur lifað af. Mikið af rokk og popp tónlistinni sérstaklega. Margir schlagerarnir hafa sömuleiðis lifað góðu lífi í útvarpi og á safnplötum í gegnum tíðina.

Trommuleikarinn, hljómsveitarstjórinn og útvarpsmaðurinn Svavar Gests stofnaði útgáfuna í kjölfara þátta sem hann var með í í útvarpinu Sunnudagskvöld með Svavari Gests.

Í þessa þætti fékk Svavar 14 söngmenn í Karlakórnum Fóstbræðrum til að syngja syrpur íslenskra dægur- og ættjarðarlaga. Þetta uppátæki varð vinsælt hjá þjóðinni og úr varð útibú úr Fóstbræðrum, 14 Fóstbræður.

Þegar þáttunum lauk fór Svavar að leita útgefanda á lögum 14 Fóstbræðra, en endaði með að gefa þá út sjálfur, þar sem mikil deyfð var í plötuútgáfu, Tage Ammendrup að hætta með Drangey og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur að hætta með útgáfuna HSH til dæmis.

Fyrsta plata var auðvitað breiðskífa 14 fóstbræðra en í kjölfarið komu plötur með tengdum listamönnum eins og Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni. En Svavar var opinn fyrir öllu, hann gaf út leikrit, ljóðalestur, klassík, grín og popp.

Fyrst af voru það listamenn tengdir Svavar úr hljómsveitum hans og vina. Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal, Svanhildur og Sexstett ólafs Gauks, Savanna Tríóið, sem sló í gegn í sjónvarpinu á vordögum þess, Þrjú á palli og Ómar Ragnarsson sem öll gerðu fræg lög.

Fyrsta Bítlaplatan var líklega „Fyrsti kossinn“ og „Bláu augun þín“ með Hljómum, og í kjölfarið komu EP og 2 breiðskífur með þeim. Aðrar bítlahljómsveitir sem Svavar gaf út voru t.d. Logar, Dátar, Mánar, Tatarar og Óðmenn.

Plötunum er raðað að því er virðist dálítið af handahófi, enda má alveg segja að það sé í samræmi við útgáfuna. SG hljómplötur voru alsráðandi langt fram að 1970, og helsti keppinauturinn var Fálkinn lengst af. Upp úr 1970 komu tveir sterkir keppinautar, fyrst Steinar hf og síðan Skífan hf sem báðir studdust við eigin plötubúðir, sem var ekki jafn leikur.

Steinar og Skífan löðuðu að sér yngri listamenn sem slóu í gegn og þegar SG gerðu slíkar tilraunir með t.d. Magnúsi Þór Sigmundssyni, Jóhanni Helgasyni, Björgvini Gíslasyni, Þey og projectplötu með Björgvini Halldórssyni, gengu þær ekki í landann, á meðan fyrri plötur eða næstu plötur viðkomandi á öðrum merkjum slógu í gegn.

Það hefði verið gaman að gefa út fjórðu plötuna í þessu safni með slíkum sjaldgæfum perlum.

En mest allt á þessum þremur skífum varð geysivinsælt hjá þjóðinni í dægurlagaþáttum útvarpisins eins og Lögum unga fólksins, Á frívaktinni, Óskalögum sjúklinga og Óskalögum sjómanna.

Ég geri ráð fyrir að flestir 40 ára og eldri þekki hvert einasta lag á plötunni og ég geri líka ráð fyrir að sá aldurshópur sé bæði virkasti hlustendahópur útvarps og kaupendahópur geisladiska J

Það er því ekki skrýtið að safnið hafi setið í góðan tíma á toppsölulista plötubúðanna.

8 af 10 stjörnum

hia

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *