ICELANDIC FOLKSONGS & OTHER FAVOURITES (Sena) 2CD 7 stjörnur

icelandicfolksongs0001

Íslensk þjóðlög fyrir útlendinga? Margt gott hér en sumt hefði mátt missa sig. Nokkrar góðar þjóðlagaplötur hafa komið út í gegnum tíðina. Fyrstu ferðamannaplöturnar voru líklega með Savanna tríóinu, síðan komu Þrjú á palli, Heimir og Jónas, kannski meira folky, Íslensk alþýðulög, Islandica og Íslandsklukkur, sem því miður vantar í þetta annars ágæta safn.

Fyrri platan byrjar á nokkrum lögum af „Íslenskum alþýðulögum“ sem kom út 1982. Þetta var plata sem Gunnar Þórðarson var fenginn til að gera þar sem síðustu þjóðlagaplata fyrir ferðamenn var líklega um 15 ára gömul en það var plata Savannatríósins. Hóað var saman góðum röddum, Ólafi Þórðarsyni, Pálma Gunnarssyni, Ólafi Þórarinssyni,  Björgvini Halldórssyni og Sigrúnu Harðardóttur og valið og stórum lagalista.

Savanna Tríóið á líka ein þrjú lög, Þrjú á palli tvö og sem og Þursaflokkurinn. Í lok hvorrar plötu eru Stóru lögin, „Lofsöngurinn“, „Brennið þið vitar“, „Ísland ögrum skorið“, „Ísland farsælda frón“, „Hver á sér fegra föðurland“ og „Land míns föður“ með kórunum Karlakór Reykjavíkur, Kór Langholtskirju og Karlakórnum Fóstbræðrum.

Hin lögin bera keim af tónlist líðandi stunda leynt og ljóst, Savanna Tríóið með sitt ameríska folk sánd í anda Kingston Tríósins, ‚islensku alþýðulögin krydduð með hljóðgervlum og popp seinni tíma skín í gegn hjá Þórunni Antoníu, Hafdísi Huld, Ragnheiði Gröndal og Agli Ólafssyni.

Annars eru hér safn 30 laga sem allir eiga að þekkja, veit ekki alveg með uppröðunina, en hún sleppur alveg þó stokkið sé á milli stíla og tíma.

En kannski er kominn tími á nýja þjóðlagaplötu?

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *