FYRIR LANDANN (2014) 3CD 8 stjörnur

scan0062

Það er komið sumar á Íslandi og þá kaupir fólk CD-söfn í ferðalagið sem ekki eru komið með USB í bílinn. Á undanförnum árum hafa komið mímörg söfn; „100“ söfnin, pottþétt plöturnar, sjómannalög og svo aðrar á þjóðlegri nótum. Oftast skemmtilegar útgáfur, en auðvitað líka neysluútgáfur, þannig að þú kaupir stundum sömu lögin nokkur ár í röð.

Fyrir landann er ein slík 3ja diska plata með „60 vinsælum íslenskum lögum í gegnum tíðina“. Umslagið pari með barn, gítar og tjald út í íslenskri guðsgrænni núttúrunni með fjall að baki.

Lögin eru frá öllum tímum, mörg nýleg eins og Mamma þarf að djamma með Baggalút og Jóhönnu Guðrúnu, Ekkert þras (nýja útgáfan) með Agli Ólafs, Lay Low, Högna Egils og Moses Hightower, Leyndarmál með Ásgeiri Trausta, Vor í Vaglaskógi með Kaleo og Þannig týnist tíminn með Ragga Bjarna og Lay Low í blanda við eldri klassík frá Bjögga, Trúbroti, Pálma Gunnars, Villa Vill, Nýdönsk, Hauki Morthens og frænda hans Bubba, Hjaltalín, Diktu og Jet Black Joe, Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum og Þursaflokknum.

Reyndar væri best að birta bara lagalistann, því þetta eru allt ótrúlega góð lög, þó kannski fari þau ekki öllu saman í stíl.

Í bílinn er þetta tilvalið fyrir seinni tíma kynslóðir íslendinga sem hafa margar hverjar lítið sem ekkert kynnst erlendri tónlist og hafa einangrað sig í tónlist eins og ýmsu öðru, þó alltaf megi sækja erlendis í sólina og þess háttar.

Þetta er sér íslensk plata. Hér eru ekki lög sem hafa slegið í gegn erlendis. En vinsældirnar hérlendis eru miklar. Meðal laga má nefna Vegir liggja til allra átta, Vertu ekki að horða svona alltaf á mig, ég er kominn heim, Til eru fræ og Sveitin milli sanda frá elsti tíð, síðan má heyra Þú og ég, Minning um mann, Þó líði ár og öld og To Be Grateful frá bítlatímabilinu, Í bláum skugga, Ó þú, Serbinn, Sirkus Geira smart og Reyndu aftur, frá gullaldarárunum upp úr 74/5.

Hvort þetta er plata fyrir fólk á öllum aldri, veit ég ekki, en þá má kannski frekar segja að þetta sé plata fyrir fólk með fjölbreyttan smekk fyrir góðum íslenskum melódíum.

8 af 10 stjörnum

 

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *